Slešaferširnar į Langjökli og yr.no

Ķtrekaš hef ég žurft aš bķta ķ tunguna į mér eftir leitina og björgunina į Langjökli um helgina.  Ég hef hlustaš į framkvęmdastjóra slešafyrirtękisins, starfsmann sem hefur haldiš uppi vörnum hér (umręšurnar ekki sķst athyglisveršar). Eins björgunarsveitarfólkiš og nś sķšast Skotana ķ kvöld sem ešlilega eru enn ķ hįlfgeršu sjokki.

asdis_sun_spa.jpgĮ öllum mįlum eru tvęr hlišar og ekki ętla ég aš fella neina sleggjudóma, en hafi menn į annaš borš veriš aš fylgjast meš vešurspįm į laugardagskvöldi įtti žaš ekki aš fara fram hjį nokkrum manni aš spįš var versnandi vešri į sunnudag, hvassvišri af noršri og hrķšarvešri um landiš noršanvert.  Mešfylgjandi "klippa" af spįkorti Įsdķsar Aušunsdóttir ķ Sjónvarpinu į laugardagskvöldiš sżnir vel hvaš var ķ vęndum.

En spį er jś alltaf spį og engum er skylt aš taka mark į henni.  Ķ dag er mikiš og gott ašgengi aš margvķslegum vešurspįm sem settar eru fram meš ólķkum hętti  į óravķddum netsins.  Allt vališ gerir žį kröfur til notandans sem į eitthvaš undir vešri aš hann žekki til "vörunnar".  

Į nįmskeišum sem ég hef kennt ķ nżlišažjįlfun hjį björgunarsveitunum og hjį nemum ķ leišsögunįmi hef ég ętiš lagt į žaš įherslu aš sé vešurśtlit tvķsżnt eigi menn aš leita vķšar fanga og byggja įkvöršun sķna į bestu fįanlegum upplżsingum. Sé einhver vafi og vilji menn hafa vašiš fyrir nešan sig eigi menn ekki aš hika viš aš rįšfęra sig viš vešurfręšing į vakt į Vešurstofunni um śtlitiš.  Vešurfręšingurinn leggur sitt faglega mat į tölvuspįrnar sem liggja frammi į netinu grafķskar og fallegar.

picture_71_962022.pngFram hefur komiš aš feršažjónustan sem um ręšir hafi haft góša reynslu af spįnum hjį yr.no.  Ekki ętla ég aš draga žaš ķ efa, enda lķt ég į žęr spįr nokkuš reglulega.  Mér hefur žó fundist aš margir ofmeti gęši žeirra og gangsemi.  Kostur žeirra felst ķ žvķ aš į bak viš žęr liggur urmull stašarheita og žvķ mętti ętla viš fyrstu sżn aš žęr vęru nįkvęmari.  Fęrri vita hins vegar aš spįgrunnurinn er eša reikninetiš er ekkert sérlega žétt og stašarheitiš sem slegiš er inn sękir óleišrétt spįgildi ķ nęsta reiknipunkt. Annars er Norska Vešurstofan ekkert of įfjįš ķ žvķ aš skżra śt hvernig spįrnar į yr.no eru reiknašar

Slęmt žótti mér aš sjį į blogginu hjį starfsmanni feršažjónustunnar į Langjökli aš spįrnar vęru svo góšar vegna žess aš žęr styddust viš vešurathuganir į vegum Norsku Vešurstofunnar umhverfis Langjökul sem Vešurstofan hefur ekki ašgang aš.  Reyndin er hins vegar sś aš engar slķkar stöšvar eru žarna sem senda upplżsingar ķ rauntķma, ašrar en Hveravellir og Hśsafell og okkur eru aš góšu kunnar. Ekki veit ég hvernig žessi žjóšsaga hefur komist į kreik

Višbrögš feršažjónustuašilanna nś minnir um margt į ummęli forsvarsmanna Jöklaferša sumariš 1995.  Žį um hįsumar var ķsraelskum konum į mišjum aldri hętta bśinn į vélslešum uppi į Vatnajökli.  Fręg var žį mįlsvörn forsvarsmanna Jöklaferša sem vissu vel af slęmri spį, en sś sem žeir treystu į netinu var hins vegar mun hagstęšari og žvķ var fariš. Hér er tengill ķ gamla frétt Morgunblašsins af žvķ mįli og öšru hjį sama fyrirtęki žar sem fram kemur įbyrg afstaša Feršamįlarįšs


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Athugasemdir

1 Smįmynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst Baldvin Jónsson sżna hroka ķ žessu mįli, sjį HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.2.2010 kl. 12:36

2 Smįmynd: Siguršur Žór Gušjónsson

Mér finnst žaš slįandi og eiginlega nokkuš ógnvekjandi aš ķ umręšunum sem žś vķsar til kemur fram aš menn kunna ekki aš nżta sér vešurspįr og rugla hiklaust saman vešurstöšvum og śtreiknušum spįpunktum. Mér finnst žessi sljóleiki ekki bera vitni um mikla žekkingu į ''vörunni'', žaš er vešurspįnum og forsendum žeirra.

Siguršur Žór Gušjónsson, 17.2.2010 kl. 12:51

3 identicon

Hér koma skżringar nokkuš vel fram į takmörkunum spįnna. Žęr žarf alltaf aš tślka, eins og Einar og Siguršur benda į.

http://www.yr.no/informasjon/1.4946962

Af skżringum feršažjónustuašilannna og vištali viš skotana, žį er tvennt įberandi. Ólęsi į vešurspįr og skortur į heilbrigšri skynsemi.

Menn sem selja feršir um hįlendi landins žurfa aš hafa vešurlęsi og heilbrigša skynsemi ķ vel rśmu mešallagi

VķR (IP-tala skrįš) 17.2.2010 kl. 13:56

4 Smįmynd: Baldvin Jónsson

Takk fyrir žessar hugleišingar Einar. Ein megin įstęša žess aš fólk ķ mķnum bransa fór aš nota yr.no upphaflega er lķklega einmitt sś sem žś nefnir, aš žar er hęgt aš nįlgast spį fyrir įkvešiš stašarheiti. Žaš hefur mér žótt afar trśveršugt og hljóma mun betur heldur en uppgefin spį fyrir "mišhįlendiš" t.d. eins og mašur sér oft. Mišhįlendiš er ęši stórt svęši.

Žaš er žó ljóst aš viš höfum lęrt ęši mikiš af žessari óskemmtilegu reynslu, eitt er žaš aš trś okkar į tilteknar vešurspįr veršur ekki söm į eftir.

Baldvin Jónsson, 18.2.2010 kl. 00:38

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Ķ dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 85
  • Frį upphafi: 1786524

Annaš

  • Innlit ķ dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir ķ dag: 2
  • IP-tölur ķ dag: 2

Uppfęrt į 3 mķn. fresti.
Skżringar

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband