CO2 - framtíðin í okkar höndum

co2stor.jpgMá til með að berja mér aðeins á brjóst. Þá er það komið út þemahefti Námsgangastofnunar um loftlagsbreytingar og hugsað er fyrir unglingastig grunnskólans.  Ekkert námsefni á íslensku hefur verið aðgengilegt grunnskólanemum um loftslagsmál og veðurfarsbreytingar og vona ég að þetta hefti geti komið að gagni.   Eins og gefur að skilja var talsvert legið yfir textanum, hann má ekki vera of langur og útskýringar helst á lipru og einföldu máli og vel valdar myndir og teikningar til stuðnings.

Hugmynd mín alveg frá upphafi var sú að varpa ljósi á sveiflur í veðurfari jafnhliða loftslagsbreytingum af völdum auknum gróðurhúsaáhrifum. Námsgagnastofnun tók vel í þá nálgun frá upphafi og samstarf okkar gekk afskaplega vel.  Sá stakkur var sniðinn að láta hverja opnu standa sjálfstætt, að á hverri þeirra væri ákveðið umfjöllunarefni, sem raðaðist nokkuð eðlilega frá upphafi til loka þemaheftisins.

Teiknararnir hjá PORT-hönnun, þau Edda og Kári, eiga stóran þátt í því hversu vel hefur tekist til.  Efnið lifnar við í höndum þeirra og útlitshönnun og teikningar líkjast ekki neinu sem maður hefur séð til þessa í námsbók hérlendis.  

Opna úr bókinni hér að neðan er af kynningarsíðu Námsgagnastofnunar og þess má geta að þemaheftið CO2 er hluti námsefnis um loftslagsbreytingar sem efnt var til í samvinnu Námsgagnastofnunar og umhverfisráðuneytisins.  M.a. hefur verið þýdd kennslumynd um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar. 

 opna.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Til hamingju með þetta Einar, gott framtak.

Sveinn Atli Gunnarsson, 11.3.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Til hamingju.

Veistu hvar maður getur nálgast eintak af gripnum - er þetta selt í bókabúðum?

Höskuldur Búi Jónsson, 11.3.2010 kl. 23:47

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Verslun A4 á Smáratorgi á að vera með flestar bækur frá Námsgagnastofnun.  En það borgar sig að hringja á undan og kanna hvort hún sé ekki örugglega kominn þar í sölu.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 12.3.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Þröstur Þorsteinsson

Sæll Einar.

Mér sýnist á þessari opnu að þér sé vel óhætt að "berja þér aðeins á brjóst" !

Nauðsynlegt fyrir grunnskólabörn að kynnast því hvað er hvað (veður vs. loftslagbreytigar, ...)

- raunar myndi ég telja að þetta væri holl lesning fyrir foreldra/fullorðna einnig !

Mbk. Þröstur Þ.

Þröstur Þorsteinsson, 12.3.2010 kl. 11:25

5 identicon

til hamingju með bókina.  Ég vona að einhverjir fái aukinn áhuga á veðurfræði eftir að hafa lesið hana.  Alltaf þörf fyrir fleiri sem læra fagið okkar.

Kristín Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 64
  • Frá upphafi: 1786256

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband