Spáð er sjaldgæfum hlýindum austanlands á laugardag

screen_shot_2012-05-23_at_9_30_15_pm.png

Sé rýnt í spákort má sjá að gert er ráð fyrir sélega hlýju lofti yfir og við Austurland á laugardag.  Á sunnudag kólnar hins vegar aftur um tíma a.m.k. samkvæmt sömu spá.

Til þess að hitinn nái hæstu hæðum á Austurlandi þurfa þrír þættir að fara saman.  Í fyrsta lagi þarf loftmassahitinn að vera hár.  Allar líkur eru á því.  Í öðru lagi þarf að vara nokkuð hvasst af suðvestri vestanlands til að loftið  keyrist yfir fjöllin og blandist hlémegin þeirra. Þessi þáttur er meiri vafa undirorpinn sem og sá þriðji sem kveður á um sterkt sólskin og lítið af skýjum.

Það er nokkuð sérkennilegt til þess að hugsa að eftir þennan annars kalda maí skuli raunverulega vera möguleiki á hitametum. Það er svo sem í takt við annað í annars mjög svo sveiflukenndri veðráttunni sem verið hefur síðustu misserin. 

Hæsti hiti í maí hefur mælst 25,6°C.  Það var 26. maí 1992 á Vopnafirði.  25,0°C komu á mæli á Egilsstöðum 1991.  Þetta eru einu tilvikin í maí þar sem 25 stiga múrinn hefur verið rofinn.  Þessa daga var veðrið ekki ósvipað því sem vænta má á laugardag.  Hæð fyrir suðaustan og austan landið og og kröftug streymi af hlýju lofti norðaustur yfir landið og þar sem hnjúkaþeyr kemur við sögu. 

Kalmansíuð spá Veðurstofunnar ( til hliðar) gerir ráð fyrir 22°C á hádegi á Héraði.  Miðað við allt og allt tel ég vera talsverðar líkur á því að hitinn náið 25 stigum einhvers staðar á hinum fjölmörgu hitamælum A- og NA-lands á laugardag.  Hitametið gæti líka verið í hættu, ef allir ofangreindir þættirnir fara saman.  Þó finnst mér eins og það vanti herslumuninn upp á loftmassahitann samanborið við við 1991 og 1992.

Tengill á umfjöllun Trausta Jónssonar um svipuð mál og hér ennig tengill á Sigurð Þór og greiningu hans á hitabylgjum í maí.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 1786509

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband