Skógareyðing drjúg við losun á koltvísýringi út í andrúmsloftið

Skógaereldur í S-AmÞær koma í sjálfu sér ekki á óvart þær fréttir sem verið hafa að berast síðustu daga þess efnis að um 20% af allri losun koltvísýrings út í andrúmsloftið sé af völdum skógareyðingar í regnsskógabeltinu.  Skógurinn er ruddur og því brennt sem vélar fjarlægja.  því til viðbótar er fyrrum skóglendi ekki nærri eins afkastamikið við ljóstillífun og það akurlendi eða annað sem kemur í staðinn.  Það er því ekki að ósekju og með réttu sem regnskógar jarðar eru oft kallaðir lungu jarðar.  Máttur þeirra við bindingur kolefnis er mikil í samanburði við önnur gróðurlendi og - samfélög.

Frá þessu er greint í í blaðinu Science Daily fyrir helgi og vísað þar í  nýja grein Dr. Pep. Canadell í Science að ef fram fer sem horfir muni skógareyðing rengskóga til ársins 2100 hafa í för með sér í heild sinni að 13 ára losun kolvísýrings sem verður vegna bruna alls jarðefnaeldsneytis (fossil) í heiminum.


Athugasemdir

1 identicon

Takk Einar fyrir að benda á þetta. Ég vil ekkert segja um gróðurhúsahrif en skemmdirnar af völdum brennslu á kolum og olíu eru mér augljósar. Olíunotkun kallar á ræktun lífræns eldsneytis og þess vegna hef ég verið að reyna að benda Íslendingum á afleiðingar olíunotkunar þeirra en með litlum árangri. Allra síst hjá þeim sem kalla sig "náttúruverndarsinna". Ef heimurinn neytti olíu á við Íslendinga þyrfti að fimmfalda olíuframleiðslu dagsins í dag. Þetta segir mér að eyðing regnskóganna muni halda áfram.

Kveðja, Gaui

Guðjón Guðjónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 08:13

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Einar

Á vefsíðu Roger A Pielke (Pielke Research Group Colorado Climate Center) 11. maí s.l. er eftirfarandi: 

Announcement Of A New Meeting On Land-Cover/Land-Use Change and Data Monitoring

“Detecting the Atmospheric Response to the Changing Face of the Earth: A Focus on Human-Caused Regional Climate Forcings, Land-Cover/Land-Use Change, and Data Monitoring” on 27-29 August 2007 in Boulder, Colorado.

Á vefsíðunni segir m.a:
“Human activities have modified the environment for thousands of years. Significant population pressures, migration, and accelerated socio-economic activities have intensified these environmental changes over the last several centuries. The impacts of these changes have been highlighted in local, regional, and global trends in modern atmospheric temperature records and other relevant atmospheric indicators. One of the influences on temperature trends is extensive land-use/land-cover change and its forcing. Studies using both modeled and observed data have documented these impacts. Thus, it is essential that we detect these changes accurately to better understand the impacts on climate and provide improved prediction of future climate. The National Research Council (2005) also recommended the broadening of the climate change issue to include land use/land cover processes as an important climate forcing. Among the findings of this report state, “Regional variations in radiative forcing may have important regional and global climatic implications that are not resolved by the concept of global mean radiative forcing. Tropospheric aerosols and landscape changes have particularly heterogeneous forcings. To date, there have been only limited studies of regional radiative forcing and response. Indeed, it is not clear how best to diagnose a regional forcing and response in the observational record; regional forcings can lead to global climate responses, while global forcings can be associated with regional climate responses. Regional diabatic heating can also cause atmospheric teleconnections that influence regional climate thousands of kilometers away from the point of forcing. Improving societally relevant projections of regional climate impacts will require a better understanding of the magnitudes of regional forcings and the associated climate responses.”

Meira hér: http://climatesci.colorado.edu/2007/05/11/announcement-of-a-new-meeting-on-land-coverland-use-change-and-data-monitoring/

Hvað ætli breyting í landnotkun hafi mikil áhrif varðandi hnatthlýnun?

Ágúst H Bjarnason, 15.5.2007 kl. 12:41

3 identicon

Varðandi athugasemd 2.

Þetta atriðið er rætt í nokkrum smáatriðum  í nýrri skýrslu milliríkjanefndar sameinuðu þjóðanna. Sjá skýrslu vinnuhóps eitt á http://ipcc-wg1.ucar.edu/wg1/wg1-report.html.  Sjá umræðu um þvíngunaráhrif í kafla 2.5  og afleiðingar í kafla 9 (sjá sérstaklega 9.2 og 9.3)

Breytingar á yfirborði lands hafa mikil áhrif og augljósust þeirra  er breyting í endurvarpi. Áhrifin eru hinsvegar staðbundari en áhrif t.d. aukningar gróðurhúsalofttegunda. Fyrir jörðina í heild sinni virðast þau því ekki eins stór og ætla mætti við fyrstu sín.

Kveðja

Halldór 

Halldór Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:12

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 1786525

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband