Kuldamet á Grænlandi

greenland_summit_480x640Frá árinu 1991 hefur Danska Veðurstofan starfrækt sjálfvirka stöð uppi á miðjum Grænlandsjökli í um 3.200 metra hæð. Kallast hún SUMMIT, en á þeim stað hafa verið teknir borkjarnar til veðurfarsrannsókna.  Sjálfur hefði maður talið að slík staðsetning fyrir stöð væri vonlaus yfir vetrartímann, bæði hefði maður talið að festa væri ónóg en það merkilega er að stöðin er mönnuð.  Það fást sem segt einhverjir einstaklingar til að halda út yfir veturinn þarna uppi á miðjum ísnum !

En rekstur stöðvarinnar hefur gengið ágætlega og einnig rifjast upp fyrir mér að mælingar eru gerðar hérlendis upp á Brúarjökli, þar er hins vegar ekkert fólk að staðaldri.

Hvað um það, í kaldara lagi hefur verið í haust þarna uppi á Grænlandsjökli við Summit og kuldamet verið sett.  Þann hafði frostið aldrei orðið meira í september en þ. 25. sl. og 31.október mældist frostið mest -55,2°C sem er lægsti hiti í október frá byrjun þessara mælinga.

Þannig háttar til að Grænlandshæðin er bæði fyrr á ferðinni en oft áður og meira áberandi nú.  Loftið hefur verið stillt og loftið yfir jökulhvelinu kólnað í kröftugri útgeislun.  Þetta ástand hefur mátt greina á veðurkortunum un nokkurt skeið.  En til að svona mikið frost verði þarf kaldasti kjarninn í háloftunum að vera staðsettur nærri Grænlandi eða skammt vesturundan.  Sú varð einnig raunin nú. 

Þess má geta að -63,3°C er lægsti mældi hiti á Summit (febrúar 2001). 

summitozon1 summitozon4


Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hlýnun hvað...?

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.11.2007 kl. 14:41

2 identicon

Mun þessa kulda þá ekki gæta á Íslandi? Við erum jú mjög nálægt Grænlandi.

Annars þykir mér þú kaldur á tímum pólutískrar rétthugsunar að koma með svona færslu

Ljónsmakkinn (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 15:45

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Útgildi eins og þessi Gunnar segja ekkert um veðurfarsbreytingar á lengri tímaskala.  Mælingarnar eru líka tiltölulega nýjar af nálinni ef út í það er farið. Hins vegar er alltaf gaman af veðurmetum hvaða nafni sem þau nefnast, sérstaklega þau sem slegin eru hér á landi eða í grenndinni.

ESv 

Einar Sveinbjörnsson, 7.11.2007 kl. 17:03

4 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Tók mig smá tíma að lesa þetta, etv. farinn að ryðga í íslenskunni...

er Gunnar útgildi? Er hann þá útgildingur að austan? eða er útgildi eitthvað annað?

http://esv.blog.is/js/tiny_mce/plugins/emotions/images/Joyful.png

með kveðju frá Suður Grænlandi, þar sem í dag hreyfir ekki vind og fínt frost, smá skýjaslikja.

Baldvin Kristjánsson, 7.11.2007 kl. 18:42

5 identicon

Það eru einmitt tvær stöðvar á Suðurskautslandinu líka, ein nálægt suðurpólnum, og hún er mönnuð allt árið. Þar fá menn að fara í 3. mín. sturtu einu sinni í viku - eða jafnvel sjaldnar og svo er salat með matnum einusinni í mánuði :-) En samt fæst fólk til að vera þarna, í ár í senn.

http://www.antarcticconnection.com/antarctic/stations/southpole.shtml 

Kveðja,

Elín BJörk.  

Elín Björk Jónasdóttir (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 21:37

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heh... gott að ég er ekki út-geldingur   Annars hef ég ekki heyrt þetta orð fyrr en reikna með að þetta þýði mælingu sem sker sig úr

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 02:31

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er þetta þá ekki vel borgað að vera á suðurpólnum? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2007 kl. 16:59

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 1786591

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband