Hlýindi í haust !

Þær veðurlagsspár sem eru aðgengilegar nú fyrir september til nóvember eru allar í sömu áttina:

a.  Frekar hýtt á landinu. 1-2°C yfir meðalagi, einkum norðvestantil og norðanlands. 50-70% líkur að það verði í hlýjasta lagi (80% eða í efsta fimmtungi)

b.   Fremur úrkomusamt verður um vestanvert landið miðað við meðaltal, en úrkoma í meðaltali eða þaðan af minna austan- og suðaustanlands. Meira um tilkomulítil, en rakaþrungin lægðardrög.

c.  Hærri þrýstingur yfir hafsvæðunum suðaustur af landinu og Skandinavíu.  Lægðagangur hér við land minni og ómerkilegri heilt yfir en annars hér á haustin.

d.  Ríkjandi vindar verða frekar S og SV á kostnað A- og NA-átta. 

 Hitafrávik í spá ECMWF sept - okt 2008

Reikningar IRI  við Colombia háskólann í New York gefa svipaðar niðurstöðu, þ.e. að á Íslandi séu verulegar líkur á meðalhita þessa mánuði í efsta þriðjungi. Breska Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkuð stöðugu veðri á Bretlandseyjum með minni úrkomu en í venjulegu árferði, í samræmi við  háþrýsting að jafnaði þar og norður á okkar slóðir.  

Horfur um veður í sumar gengu ótrúlega vel eftir.  Við sjáum hins vegar til með haustið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Þakka þér fyrir þetta Einar.

Það er gott að heyra að það verði ekki miklar líkur á hvössum vindi, eins og er stundum á haustin.  Ég man hvað síðasta haust var hryssingslegt og ætla ég að vona að það verði ekki endurtekið.

Sigurjón, 3.9.2008 kl. 01:36

2 Smámynd: Þorbjörn

Betri gæti spáin varla verið fyrir okkur austlendinga.

Kannski ná snjóalög síðasta vetrar að bráðna álíka og síðustu ár, þrátt fyrir allt.

Þorbjörn, 3.9.2008 kl. 08:52

3 Smámynd: Ketill Sigurjónsson

Þessar fréttir glöddu mig. Þar sem ég hyggst vera í fríi hér á Klakanum goða allan sept. Ætli stefnan verði ekki m.a. tekin á Langasjó og Laka. Hvar ætli sé best að nálgast bláber a SA-landi?

Ketill Sigurjónsson, 3.9.2008 kl. 09:47

4 identicon

Þetta eru góðar fréttir.  Þetta var svona haustin 1971, 1972, 1975, 1980, 1985, 1987, 1989 og 1990 man ég.  Einnig haustið 2002

Veðurguðinn (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:49

5 identicon

Takk fyrir þetta! Gaman að fá svona langtíma spá. Vonaglaður taki nú haustinu mót... með regnhlíf.

Magnús (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 14:02

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Í Ameríku á austurströndinni, Rhode Island og nærliggjandi fylki, kölluðum við þetta Indian summer þ.e. þegar svona hitabylgja kom að hausti.

Kolbrún Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 19:26

7 Smámynd: Sigurjón

Var það sumsé í Bandafylkjunum?

Sigurjón, 3.9.2008 kl. 20:28

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Akkúrat Sigurjón

Kolbrún Baldursdóttir, 3.9.2008 kl. 20:32

9 identicon

Þakka þér fyrir Einar að gefa okkur þessar upplýsingar. Nú er bara að vona að þetta rætist. Haltu áfram að taka saman svona langtímaspár. þær eru forvitnilegar. 

Gunnar Sæmundsson (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 21:33

10 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Gott fram undan hér á Akureyri.

Haraldur Bjarnason, 3.9.2008 kl. 23:07

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Góð haust eru silfri betri!

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 23:26

12 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ekki amarlegt að fá svona spá eftir eitt frábærasta sumar sem umm getur Þökk sé þér Einar að miðla okkur af þinni þekkingu

Gylfi Björgvinsson, 5.9.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 1786258

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband