Jólaveðurspáin

Snjobyssa_NonnahusÞessa þrjá daga sem eru fram að jólum er spáð allmiklum hamagangi í veðrinu um leið og það hlánar.

Þrátt fyrir meira og minna S- og SV- hvassviðri fram á jóladag eru það tveir atburðir sem vert er að geta sérstaklega:

1.  Leysing þegar líður á morgundaginn (22.des) , sem nær hámarki um miðnætti.  Loftið er mjög hlýtt og verður hitinn allt að 12-14°C norðanlands, en kjarni hlýjasta loftsins fer hratt yfir landið og kuldaskil í kjölfarið.

2.  Önnur gusa af hlýju lofti er væntanleg snemma á aðfangadag.  Þá ekki alveg jafn hlýtt, en spáð er stórrigningu sunnanlands og vestan, væntanlega verulegri vatnsleysingu í kjölfar fyrr hlákunnar.

Aðfangadagur:   Sennileg mjög hvasst um tíma snemma dags og spáð er mikilli úrkomu framan af degi sunnan og vestanlands, allt að  40-60 mm frá skilum sem fara hægar yfir en þau fyrri. Hiti víða 4-8°C. Undir kvöld SV-átt, áfram hvasst og kólnar með éljagangi. 

Jóladagur:  SV-átt, en eitthvað hægari.  Él um landið vestanvert, hiti um eða rétt undir frostmarki vestantil, en úrkomulaust norðaustan og austanlands.

Annar í jólum.  Hlýnar aftur með S-átt, en þá stefnir í að mikið háþrýstisvæði austur við Noreg ásamt lægð við Grænland beini til okkar mildu Atlantshafslofti úr suðri og suðaustri. 

Myndin sýnir framleiðslu á jólasnjó við Nonnahús á Akureyri um árið !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Már Marinósson

Það eru greinilega umhleypingar framundan í veðrinu, það er ágætt að losna við snjóinn sem kominn er. Hjá sauðfjárbændum eru sennilega tilhleypingar um þessar mundir nóg að gera hjá þeim. Hjá ríkisstjórninni og skilanefndum bankanna hafa verið einhverskonar frjamhjáhleypingar, þ.e.a.s. sumir hafa eftir því sem maður hefur heyrt sloppið undan því að borga lán sem þeir fengu hjá gömlu bönkunum. Þau voru víst þurrkuð út.

Gísli Már Marinósson, 21.12.2008 kl. 20:46

2 identicon

Langtímaspámaður gerir ráð fyrir miklum kulda á meginlandi Evrópu næsta mánuðinn eða svo.

http://www.accuweather.com/ukie/bastardi-europe-blog.asp?partner=accuweather

 Hvaða áhrif hefur þetta hér á landi ef rétt reynist ?

Hafði þú hugsað þér að leggja í vetrarspá ?

Takk fyrir bloggin. Gleðilega hátíð.  

Magnús Waage (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 1786581

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband