Flóðin á Englandi ekki í tengslum við gróðurhúsaáhrifin

Flóð_Englandi_ray_whittakerFlóðin í Englandi sem sagt hefur verið frá, eru eins og gefur að skilja vegna mikilla rigninga sem verið hafa að undanförnu.  Niðurföll hafa ekki sums staðar haft undan og ár hafa flætt yfir bakka sína.  Í þéttbýlu landi eins og Englandi eru vandræði vegna vatns sem kemst ekki leiðar sinnar alvanaleg, enda getur í sumum hérðuðum rignt mikið rétt eins og hér á landi við ákveðin skilyrði.

Vandræðin sem Bretar standa frammi fyrir nú eru gamalkunn. Farvegir vatnsfallanna eru ekki náttúrulegir nema að óverulegum hluta.  Þar sem ár renna í dölum eða nærri borgum og bæjum er farvegur þeirra meira og minna gerður af mannavöldum.  Árnar eru það sem kallað er stokksettar.  Tilgangurinn er sá að varna því að vatn renni um náttúrulegan flóðfarveg árinnar.  Það að hemja vatnsfall með þessm hætti gefur yfirleitt ágæta raun í venjulegum minniháttar flóðum.  En þegar vatnsmagnið verður meira en sem nemur "stokknum", hinum manngerða farvegi, byrja vandræðin og ekkert fæst við ráðið.

Bretar og Evrópubúar á meginlandinu hafa búið við þess ógn í aldir og lært að lifa með henni.  Enda var það svo að árnar, sérsaklega hina stærri voru og eru enn lífæðar.  Á þeim er fluttur varningur og frjósömustu svæði til ræktunar þóttu ævinlega vera nærri vansföllum.  Því skyldi engan undra að einmitt þar risu helstu borgirnar.

Að kenna gróðurhúsáhrifum af mannavöldum eins og í athugaemd hér að ofan nær engu tali og heldur  ekki notkun óvistvænna þvottaefna.  Rigningarótíð er fylgifiskur verðurfars Bretlandseyja, en ef eyjarnar væru ekki byggðar tæplega 100 milljónum manna, væru t.a.m. eitt risastórt náttúruverndarsvæði, tæki heldur ekki nokkur maður eftir ástandinu.  En menningarsögunni verður ekki snúið við. 

Myndin hér til hliðar  er fengin af vef BBC og sýnir ulley_dam203þessa umtöluðu stíflu sem hætta er á að bresti.  Eins og greina má er farið að renna úr stífluveggnum.  Í fréttinni á BBC er frá því greint að helst óttist menn ef stíflan bresti að mikilvægur háspennustrengur þarna í grenndinni fari í sundur.  En Bretar vita alveg hvað þeir eru að gera og þeir rýma svæði til að fyrirbyggja það að fólki sé hætta búin, fari allt á versta veg. Margháttað eignatjón er hins vegar erfitt að koma í veg fyrir

Og svo spila að sjálfsögðu fjölmiðlarnir með, beinar útsendingar frá flóðasvæðum, æsifrettastíllinn, æpandi blaðamenn í "standuppi" undir regnhlíf,  og allt það sem við þekkjum svo vel.  

Síðan má við þetta bæta að ekki er gert ráð fyrir að vætutíðinni linni á Bretlandseyjum næstu dagana hið skemmsta. 


mbl.is Bretar yfirgefa heimili sín vegna flóðahættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú ekki sammála þér að það nái engri átt að segja að flóðin tengist gróðurhúsaáhrifum. Ef við umorðum staðhæfinguna "flóðin eru gróðurhúsaáhrifum að kenna" sem "ef gróðurhúsaáhrifin væru engin væru flóðin minni eða engin" sést að hún er í fullkomnu samræmi við það sem búast má við vegna hlýnunar jarðar, þ.e. aukinnar úrkomu á stöðum og því einnig flóða. Það er að sjálfsögðu ekkert hægt að staðhæfa um einstök tilvik, hvorki með né á móti, þar sem þetta er allt statistískt en líkurnar aukast með auknum gróðurhúsaáhrifum. :)

kv.

Bjarni 

Bjarni (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 13:16

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Þetta er mjög skynsamlega skrifað Einar.    Takk fyrir.

Ágúst H Bjarnason, 26.6.2007 kl. 15:13

3 identicon

Takk fyrir fínan pistil. Tók mér það bessaleyfi að linka í hann í vangaveltum mínum í tengslum við fréttir af þessum flóðum.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Takk fyrir þetta.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.6.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 86
  • Frá upphafi: 1786513

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 75
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband