56 m/s í hviðu á Steinum undir Eyjafjöllum

Steinar undir Eyjafjöllum, vindmæling Vegarðarinnar  1.júlíMan ekki eftir öðum eins hvelli um hásumar og nú, a.m.k. ekki í seinni tíð.  Á haustin og veturna þykir nú bara ágætt þegar vindhviðumælar fara yfir 50 m/s oft með tilheyrandi fréttum af malbiki sem flest hefur af vegum og öðru álíka. Í dag náði upp úr kl. 17  ein hviðan 50 m/s á mæli Vegagerðarinnar við Sandfell í Öræfum. Um átta leitið í kvöld rauk síðan vindur upp undir A-Eyjafjöllum, en þar hafði verið skjól framan af.  Ef vindmæling á Steinum er rétt, gerði þar vindhviðu upp á 56 m/s ! Sá augnbliksvindur finnst mér með ólíkindum miðað við að í dag er 1. júlí, en ekki 1. febrúar ! Meðalvindhraði var um svipað leyti um 20 m/s eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti.

Á Hellu er veðurathugunarstöð Veðurstofunnar í innan við 1km fjarlægð frá mótssvæði Landsmótsins (nánar tiltekið við vegamótin upp í Gunnarsholt).  Þar var þegar verst lét á milli kl. 20 og 21 var mesti meðalvindur 23 m/s og vindhviða upp á 29 m/s.  Það er meiri vindur en  tjöld, tjaldvagnar og fellihýsi eiga að þola að staðaldri.  Þess má geta að vindáttin á Hellu var norðaustlæg.  Fyrr um kvöldið, á meðan vindur í lofti er meira  af austri, nutu Hella og Rangárvellir skjóls frá jöklunum í austri. En um leið og hann nær sér í norðaustrið er fjandinn laus og loftið steypist niður Rangárvellinna á milli Búrfells og Heklu líkt og heimamenn þekkja manna best.


mbl.is Mikið hvassviðri á Hellu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Markúsdóttir

Þetta er merkilegt. Og hjá mér (rétt hjá Hvolsvelli) var nánast logn allan daginn!

Guðrún Markúsdóttir, 2.7.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Einar.

Sjaldan hefi ég séð himinnin dökkna eins mikið og hann gerði í dag með jafn skjótum hætti hér á Reykjanesskaganum, greinilega af völdum moldroks úr fjarlægð.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.7.2008 kl. 02:51

3 Smámynd: Sigurjón

Úff, ég man hve hvasst gat verið undir Eyjafjöllunum þegar ég keyrði mjólkurbílinn austur fyrir.  Svona hviðu hef ég nú samt varla lent í, sem betur fer...

Sigurjón, 2.7.2008 kl. 02:55

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Var fyrir nokkrum dögum á ferð fyrir austan. Þurfti að bíða í tvo tíma í Höfn til að komast áfram um Hvalsnes. Þar voru bílar og hjólhýsi að fjúka um koll. Merkilegt á þessum árstíma.

Júlíus Valsson, 2.7.2008 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 1786590

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband