IKE er öflugur fellibylur

ushaI_640x480Fellibylurinn IKE greinist nú sem 4. stig fellibylur í þann mund sem hann gengur yfir eyjar með miklum óskunda austur og norðaustur af Kúbu.  Kúbverjar, m.a. í Havana búa sig undir hið versta næsta sólarhringinn.

Loftþrýstingur í miðju IKE er nú um 949 hPa og fellibylurinn sá öflugasti þetta sumarið á Atlantshafi þar með  meiri um um sig en GUSTAV.  Á myndinni sést vel umfangið, hringlögunin og vel afmarkað augað, en það er um 40 km í þvermál.

Samkvæmt Saffir-Simpson má lýsa veðri og áhrifum þess í fellibyl af styrk 4 á eftirfarandi hátt:

Styrkur 4
Vindhraði 68 til 80 m/s. Sjávarstaða yfirleitt 4 til 6 m yfir meðallagi. Mörg minni íbúðarhús hrynja. Tré rifna upp með rótum, öll umferðarmerki falla. Hjólhýsi gjöreyðileggjast. Mikið tjón á gluggum og dyrabúnaði. Meiriháttar tjón á lægstu hæðum sterkra bygginga nærri ströndinni. Rýma þarf íbúðarsvæði allt að 10 km frá ströndinni.  (þýðing TJ, sjá mjög fína umfjöllun um fellibyli á síðu VÍ)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar. Er nokkur vegur að þú gætir frætt okkur trygga lesendur síðu þinnar um afleiðingar gossins í Kasatochi - eldfjallinu á Aleutian - eyjaklasanum nú 7. ágúst s.l.? Fólki á mínum aldri eru minnistæð áhrif mikilla eldgosa á veðurfar hér á landi, t.d. Mt. St. Helens haustið 1980, sem forverar þínir í stétt veðurfræðinga töldu hafa átt verulegan þátt í svölu sumri 1981 hér á landi, nú og gos í Mexico 1978 sem hafði ásamt öðrum þáttum áhrif til að svipta okkur sumri árið 1979, skv. því sem við vorum upplýst um þá, og svo mætti vafalaust lengi telja. Ég man nú ekki í svipinn eftir tilvísunum um skrif um þessi áhrif, treysti því að þú þekkir þau og efa ekki að í ykkar fræðum sé fjallað um þessi mál.

Þorkell G. (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 1786524

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 76
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband