Þrjár fréttir í röð tengdar veðri

Bílar í vandræðum í S-Noregi

Veðrið skiptir okkur sem búum á norðurslólðum afar miklu og ekki þarf að fjölyrða frekar um það.  Þannig eru birtar nú í morgunsárið þrjár greinar á mbl.is í röð sem tengdar eru veðri. 

Fyrst er frá því greint að olíuborpallur hafi slitnað upp í aftakaveðri á Norðursjónum sem fór yfir í gærkvöldi og í nótt.  Er það önnur krappa lægðin á stuttum tímasem fer hratt austur yfir sunnanverða Skandinavíu.

Þá kemur frétt um að mikil snjókoma í Suður-Noregi hafi valdið umferðaröngþveiti.  Sú ofankoma er tengd sömu lægð og sleit upp borpallinn.

Þriðja fréttin segir síðan frá því að bíll hefði oltið á Suðurlandsvegi í mikilli hálku, en sem betur fer án slysa á fólki. Veðurstofan sendi í nótt frá sér viðvörun vegna hálku.

Veturinn minnir á sig og náttúruölin láta ekki að sér hæða.  Viðsjálasta hálkutímabilið fer nú í hönd, en í nóvember sérstaklega og reyndar október einnig eru margir rigningardagar með oft á tíðum dægursveiflu hitans, þannig það myndast ísfilma á vegum, gjarnan að næturlagi.  Vegfarendur verða hins vegar viðbúnari og fara að haga sér betur eftir aðstæðum þegar síðan snjórinn lætur sjá sig.

 


mbl.is Olíuborpall rekur á Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown vill Al Gore sem sérstakan ráðgjafa í loftslagsmálum

Sir Nicholas Stern

Skýrsla hagfræðingsins Sir Nicholas Stern er í fréttunum í morgun.  Tony Blair og Gordon Brown fylgdu þessari herhvöt hagfræðingsins fræga um að ekki verði lengur til setunnar boðið.  Í frétt á SKY-news í morgun kemur fram að Gordon Brown hefði tilnefnt Al Gore sem sérstakan ráðgjafa stjórnvalda eða öllu heldur heimsbyggðarinnar allrar í loftslagsmálum.

Fyrir utan útlistanir Stern á því hve mikið sparast grípi heimsbyggðin nú þegar til raunhæfra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsaáhrifa er þarna fátt nýtt á ferðinni.  Og þó, því breskir ráðmenn vilja vinna að því innan Evrópusambandsins að vinna af alvöru í því að ná markmiði um 30% minnkun til 2020 og 60% til ársins 2050.  Jafnframt sé slíkt markmið gagnlaust nema að það nái til allrar heimsbyggðarinnar.  Umræðan í Englandi virðist einnig vera að fara í það far að ræða um græna samgönguskatta og nauðsyn þess að koma á sérstökum CO2 skatti á flugsamgöngur.  Nefnd er upphæðin 5 pund á hverja ferð í því sambandi.

Tengill á frétt BBC í heild sinni.


mbl.is Loftslagsbreytingar gætu reynst kostnaðarsamar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skandínavar búa sig undir óveður

Veður í Skandinavíu 27. okt kl. 06

Norðmenn og Svíar búa sig nú undir fyrsta hauststorminn eins og þeir kalla hann.  Vaxandi lægð er þegar þetta er skrifað suður af Írlandi og er henni spáð yfir Danmörku á morgun Lægð við Írland 25. okt.og áfram yfir Mið-Svíþóð annað kvöld.  Þeta virðist vera hálfgerður skaðræðisgripur.  Grípum niður í frásagnir Svía:

"Ett djupt lågtryck förväntas komma in över Skandinavien under torsdag kväll och det kan ge ett besvärligt väderläge med stora nederbördsmängder och tilltagande vindar."

Þýðing;  Spáð er djúpri lægð  yfir Skandinavíu á fimmtudagskvöld og lægðin getu orsakað  óveður með mikilli úrkomu og vaxandi vindi.

Svíar hafa líka áhyggjur af leysinugu því undanfarna daga hefur snjóað mikið í Norður- og Miðsvíþjóð og sums staðar hefur ekki verið þetta mikill snjór í október allt frá því 1992.

Í Noregi er í gildi viðvörum um mikla úrkomu á morgun fimmtudag í Suðausturhluta landsins.  Í fylkinu Vestur-Ögðum syðst (austanntil) er spáð allt að 70 mm sólarhringsúrkomu.  Sjálfboðaliðar eru hvatti til þess að setja út úrkomumæla sína til að bera saman við mælanet met.no (norska veðurstofan).  Þetta ákall kemur í kjölfar viku í september þar sem ríkisfjölmiðlarnir voru svo að segja lagðir undir fréttir og fræðslu af flestu því sem snertir veður.  Leiðbeiningar til sjálfboðaliða í úrkomumælingum eru nákvæmlega útlistaðar.

Danir eru öllu rólegri í tíðinni.  Engar sérstakar umfjallanir eru á síður dönsku veðurstofunnar en vissulega er spáð 17 m/s almennt á landinu á morgun og talað um í spá naðanmáls að vindur geti náð stormstyri um tíma á morgun.

Við fylgjumst með þessum haustraunum frænda vorra !!  


Snjódýptin á Akureyri

Snjódýpt Skafta 25 október

Hún er skemmtileg fréttin hans Skapta á Morgundblaðinu um vetraríkið á Akureyri.  Hann stingur tommustokk í blómakassa og les af 16 sm.  Mælingarmenn Veðurstofunnar, þ.e. lögreglan á Akureyri mældi 14 sm í morgun.  Snjórinn er því nokkur norðan heiða við Eyjafjörð og víðar

Það verður spennandi að sjá hvort skíðasvæðin nái að opna, t.d. Hlíðarfjall, Dalvík Siglufjörður og jafnvel Oddskarð á næstu dögum eða í byrjun nóvember.  Opnun svo snemma heyrði vissulega til tíðinda.


mbl.is Vetrarlegt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort sem þið trúið því eða ekki !

Vitinn í Grímsey

Ef litið er yfir nokkuð lista veðurstöðva í dag kl. 12 sést að frost va þá  um nær allt land.  Aðeins á einum mælistað var hitinn hærri en frostmarkið, en það var í Grímsey af öllum stöðum.  Þar reyndist hitastigið vera 0,6°C samfara 10 m/s af norðaustri.  Í þessu tilviki er sjórinn fyrir norðan land enn það hlýr og varmagefandi að þrátt fyrir kaldan loftmassann úr norðri  nær hann að hitna í neðstu lögum þegar loftið blæs yfir sjóinn.  Þessa sést líka stað á Garðaskagavita þar sem hitinn var við frostmark.  Annars staðar eru útgeislunaráhrif landsins meiri og mælist því frost, mest í innsveitum og á hálendinu, meira að segja í Vestmannaeujum þar sem frostið var 1,6 stig nú á hádegi.


Spá NOAA sýnir hvar Páli er ætluð landtaka í Mexíkó

Fellibylurinn Páll

Samkvæmt þessari frétt mbl.is er Paul eða Páll orðinn annars stigs fellibylur.  Kortið sýnir líkindi á landtöku næstu fimm sólarhringa (spá frá því í gærkvöldi).  Enn er nokkuð langt í að þessi fellibylir verði skeinuhættur við land og ýmislegt getur breyst næstu tvo til þrjá sólarhringa, s.s. styrkur og stefna fellibylsins.

  


mbl.is Fellibylurinn Páll styrkist úti fyrir vesturströnd Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

-9,4°C á Þingvöllum í nótt

Vetrarmynd úr Almannagjá

Frostið var mest á Þingvöllum í nótt og mátti litlu muna að það næði 10 stigum eins og gert var að umtalsefni í öðrum pistli.  Það vekur hins vegar athygli að frostlaust var í Reykjavík í nótt, lægstur hiti nákvæmllega 0°C.  Kaldast verður við þessi skilyrði inn til landsins við þekkta "kuldapolla"  Þar má nefna Húsafell, Brúsastaði í Vatnsdal og Lónakvísl á austast á Þjórsár- og Tungnársvæðinu.   


Snemmbúin snjókoma í Bandaríkjunum

Veðurkort í Norður-Ameríku 13. okt. kl.12

Kuldinn úr norðri austarlega í N-Ameríku virðist vera afar óvenjulegur eins og fram kemur í fréttinni á mbl.is.  Það hefur aldrei frá upphafi snjóað jafn snemma og nú í Detroid sem og í Chicago.  Og eins og fram kemur aldrei snjóað jafnmikið í Buffalo "efst uppi í horni" New York ríkis.

Eins og sést á veðurkortinu sem gildir fyrir hádegi í dag (spákort frá Washington +6t) er mikið lágþrýstisvæði með miðju nærri Superiorvatni.  Blái liturinn er til marks um kulda í háloftunum.  lægðin hefur beins köldu lofti til suðurs og hefur náð að frysta allt frá Coloradofylki vestur til Pennsilvaniu skv frétt af vef BBC.

Kuldakastið virðist hafa komið mönnum, hjafnt almenningi sem veðurfræðingum nokkuð í opna skjöldu ef marka má fréttina á BBC og spáð er köldu veðri, með snjókomu við Vötnin miklu fram á morgundaginn, en eftir það gefur lægðin sig.

Þetta óvænta kuldakast er ekki talið vera forboði fyrir kaldan og snjóþungan vetur þarna vesturfrá, en langtímaspá NOAA geri ráð fyrir mildari veðurfari en vant er í stærstum hluta Bandaríkjanna.  En væntanlea hefur gleymst að taka með í reikninginn að dagurinn í dag er föstudagurinn 13. október !!!


mbl.is Fjöldi fólks rafmagnslaus vegna mikillar snjókomu í New York ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóað í fjöll fyrir norðan

Súlur í Eyjafirði 1. október.  Ljósm. Jón Ingi Cæsarsson

Þessa skemmtulegu mynd tók Jón Ingi Cæsarsson 1. október sl. af Súlum við Eyjafjörð.  Þá hafði gert dálitla snjóföl í fjöll skömmu áður.

Fyrir norðan er nú hiti nú rétt yfir frostmarki á fjallvegum. Þá er vægt frost á fjallstoppum.  Spáð er nokkurri úrkomu fyrir norðan í nótt og á morgun og má því gera ráð fyrir að nokkur snjór safnist hið efra í fjöllunum við  í Eyjafjörð og víðar. 


September aldrei hlýrri í Færeyjum

Frá Færeyjum

Enn berast fregnir af methita í septmber.  Danska Veðurstofan greinir frá því að ný met hafi verið sett á öllum veðurathugunarstöðvum í Færeyjum.  Í Þórshöfn var hitinn 11,5°C sem er 2,4°C yfir meðaltalinu.  Gamal metið var 11,1°C.  Mælingar í Þórhöfn ná allt aftur til ársins 1890 svo þetta eru nokkrar fréttir.

 

Það sem meira er að september reynist vera hlýjasti mánuður sumarsins, þ.e. hlýrri en júlí og ágúst.  Þó var hitastigið í báðum mánuðum vel yfir meðaltalinu.

 

Þessi tíðindi frá Færeyjum bætast við önnur sambærileg við N-Atlantshafið í liðnum septembermánuði og talin voru upp í pistli fyrir nokkrum dögum.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 75
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband