6.1.2010
Sannkallaður kuldastaður
Gamli koparnámubærinn Röros í Suður Þrændalögum er æði merkilegur staður. Ekki eingöngu fyrir þá sök að vera útnefndur til heimsminja UNESCO, heldur líka fyrir þá sök að vera mesti kuldastaður Noregs að vetrinum sunnan heimskautsbaugs, rétt eins og Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson hefur nefnt í athugasemd hér.
Röros er á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík, litlu sunnar ef eitthvað er . Bærinn liggur í dalverpi í um 620 metra hæð. Ekki er óalgengt að í stillum verði frostið í Röraas um 20 til 30 stigum svo dögum ef ekki vikum skiptir. Lestin frá Osló til Þrándheims liggur einmitt um þennan annálaða bæ sem er Norðmönnum afar kær, ekki síst fyrir andstæður í hita vetrar og sumars. Í nótt segir yr.no að frostið hafi farið í rúm 40 stig í Röros, en nú sé ég í kvöld að frostið er heldur harðara, eða 41, 7°C. Langt er þó í metið á þessum stað sem er -50,3°C frá því í janúar 1914.
Röros stendur jafnfætis að þessu leyti bæjunum lengst inni í Finnmörk nyrst í Noreg, s.s. eins og Kautokeino. Frægt var í álíka kuldakafla 1987 þegar myndin Veiviseren var tekin upp á þeim slóðum og Helgi Skúlason sem fór með eitt helsta hlutverkið sagði að töku- og leikaraliðið hefði hlýjað sér í frystigámum á staðnum. Þar var frostið þó ekki nema 18 stig á meðan það hélst langtímum saman í um 40 stigum úti fyrir.
Myndin að ofan er fengin af yr.no
Hér er stikla úr hinni kuldalegu Samamynd Niels Gaup, Veiviseren og tilnefnd var til Óskars sem besta erlenda myndin. Helgi Skúlason kemur þar við sögu.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 7.1.2010 kl. 14:00 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Røros skal það vera. Ég hef ekki hugmynd um orðsifjar þessa staðarheitis en það tengist væntanlega fremur ós en ás. Takk fyrir áhugaverða pistla.
Björn J (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 13:28
Að sjálfsögðu og rétt hjá Birni. Hefur verið lagað.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 7.1.2010 kl. 14:01
Hef stundum haldið að hitamælirinn þarna sé bilaður, tölurnar stundum svo svakalegar.
En takk fyrir að upplýsa um þennan "þjóðlega kuldapoll" þeirra Norsku.
Valur.
Valur (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.