22.1.2010
Óveðrinu slotaði snögglega
Vindmælingar seint í gærkvöldi sýndu hvað veðrið gekk snögglega niður strax í kjölfar skilanna. Á Steinum undir Eyjafjöllum slotaði heldur frá kl. 18 þegar A-veðrið var í hámarki og rétt fyrir miðnætti er eins og skrúfað hafi verið fyrir og vindur varð hægur af breytilegri vindátt nánast á augabragði.
Óveðrið í gær var langverst syðst á landinu, í Eyjum og undir Eyjafjöllum og síðan á Suðurnesjum. Lægin hélt sig á endanum í hæfilegri fjarlægð og harðasta vindröstin náði því ekki lengra inn á landið. Þannig var talsverður munur á veðurhæð í Keflavík og á Reykjanesbrautinni annars vegar og í Reykjavík hins vegar. Á Reykjavíkurflugvelli náði vindurinn stormstyrk eða 21 m/s og 32 m/s mældist í mestu hviðu. Miðað við vindáttina, þ.e. A-átt þykir slík veðurhæð í Höfuðborginni bara sæmileg, a.m.k. í seinni tíð. Það er frekar að vindur nái sér á strik þegar vindáttin SA-læg svo ekki sé talað um SSA-átt.
Óveðrið í gær er samt ekki það versta sem komið hefur sunnantil á landinu í vetur. Snemma í haust eða 9. október gerði að sumu leiti keimlíkt veður (þ.e. þegar lægðirnar og brautir þeirra eru borna saman), nema hvað það var heldur harðara og illskeyttara.
Tölvumálin eru komin í lag hjá Veðurstofunni og allar athuganir frá því í gær því aðgengilegar.
Ljósmyndin er fengin af vef Víkurfrétta, vf.is. / Einar
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þakka góðar færslur fyrir veðuráhugamenn. Það datt sem sé í dúnalogn.
Eiður Svanberg Guðnason, 22.1.2010 kl. 11:10
Hér er uppgjör óveðursins í Vestmannaeyjum 21. janúar 2010:
Mesti 10 mín. meðalvindur:
Stórhöfði 41,8 m/s (einhvertímann milli kl.14 -15)
Surtsey 27,7 m/s (einhvertímann milli kl.16-17)
Vestmannaeyjabær 27,3 m/s. (kl.15)
Mesta vindhviða:
Stórhöfði 51,8 m/s. (einhvertímann milli kl.15-16)
Surtsey 37,0 m/s. (einhvertímann milli kl. 14-15)
Vestmanneyjar 42,4 m/s. (einhvertímann milli kl. 13-14)
Pálmi Freyr Óskarsson, 22.1.2010 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.