26.1.2010
Á skíði til Skotlands !
Á meðan skíðafólk hér er á barmi örvæntingar vegna snjóleysis eru sagðar af því fréttir að í Skotlandi sé búið að opna lyftur sem voru við það að ryðga fastar sökum takmarkaðra snjófanna undangenginna vetra. Fólk hópast þar á skíði og sagt að öll skíðasvæðin séu nú opin. Ekki veit ég hvað þau eru mörg eða mikilfengleg, en ekki vantar snjóinn þar um þessar mundir.
Það væri kannski athugandi fyrir Íslendinga að kanna skíðaferðir til Skotlands þennan veturinn. Einhverjir mundu nú segja að það væri að fara úr öskunni í eldinn ! Hvað með það og kostar ekki álíka mikið að fljúga til Glasgow og Egilsstaða ? Gæti verið spennandi kostur í snjóleysinu hér.
Til þessa hafa verið sæmileg skilyrði norðanlands, einkum í Hlíðarfjalli og eins á Dalvík. Eftir hlýindin síðustu daga er hins vegar verulega farið að sjá á snjóalögum þar. Og Bláfjöllin góðu, sem ekki er hægt að minnast á ógrátandi. Komið fram í Þorra og snjórinn þar líkt og væri miður október. Það er reyndar spáð dálítilli föl þar næstu daga, en svo mikið vantar upp á. Þurfa að koma þessar ekta "Bláfjallaaðstæður", þ.e. A-átt með eðlilegu hitastigi og úrkomu. Þá mokar miður snjónum á Bláfjöllum. Því miður er ekkert slíkt í sjónmáli af mark er takandi á veðurútlinu næstu 6 til 8 dagana.
Þangað til vafrar maður um á netinu og skoðar Skosk skíðasvæði og lætur sig dreyma.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll
Langaði bara að benda þér á það að aðstæður í Hlíðarfjalli eru reyndar mjög góðar um þessar mundir, þó svo að aðeins hafi tekið upp af þeim mikla snjó sem kom hér um jólin og milli jóla og nýjárs þá eru aðstæður hrikalega góðar og allar helstu leiðir dekkaðaar af hvítu gulli.
Kv. Kristinn
Kristinn Magnússon (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.