27.1.2010
Athyglisverð mæling frá nýjum vindmæli
Í haust var settur upp vindmælir í Skarðsheiðinni í 480 metra hæð á stað sem kallast Miðfitjahóll. Þarna fer raflína hæst, svokölluð Vatnshamralína og hafði Landsnet forgöngu um þessa veðurathugunarstöð.
Í SA-rokinu snemma á mánudag (25. janúar) mældi þessi nýi mælir mjög snarpar vindhviður og klárlega þær mestu sem fram komu á mælum í þessu óveðri. Eins og sjá má á línuritinu fór í rúmlega 70 m/s í mestu vindhviðum og engin ástæða er til að ætla annað en mælingin sé rétt. Það er vitað af miklu vindálagi á línuna á þessum slóðum einmitt í SA- og A-stormum. Landsnet geri þetta að umtalsefni í frétt og segir að truflun hafi orðið í þann mund sem mesta vindhviðan kom fram á mæli. Þrátt fyrir útslag gekk vel að slá línuna aftur inn frá stjórnstöð.
Fróðlegt verður að fylgjast með þessum nýja mæli í Skarðsheiðinni. Í það minnsta lofar hann "góðu". Mælingarnar eru aðgengilegar á síðu Veðurstofunnar innan um alla hina mælana.
Spenna Vatnshamralínu er 132 kV og þaðan sem hún liggur frá tengivirki Landsnets á Brennimel í Hvalfirði yfir Skarðsheiði, og niður í Vatnshamra í Borgarfirði (og þaðan áfram norður í land um ofanverðan Borgarfjörð). Línan var tekin í notkun 1977 og samanstendur að mestu af tréstæðum, en 10 stálturnar eru nærri Miðfitjahól þar sem hún liggur hæst.
Vatnshamralína er mikilvægur hlekkur í Byggðalínunni, eða hringtengingunni um landið. Línan tengir Blönduvirkjun við framleiðsluna á Þjórsár- og Tungnársvæðinu og skiptir miklu fyrir flutning raforku út á Snæfellsnes og vestur á Vestfirði.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 20:08 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það snjóar í Danmörku.
Pálmi Freyr Óskarsson, 27.1.2010 kl. 18:49
Eftir erfiða leit af þessari nýju háloftaveðurstöð, fann ég hana loks hér. Sýnist þessi stöð geta slegið íslenskt vindhraðamet í framtíðinni.
Þetta hefur verið mjög ótrúlegt veður, að vindhviða/vindhviður hafa farið yfir 50 m/s. og mest upp í 72 m/s. þegar 10 mín. meðalvindur var bara 20 - 25 m/s.
Ef þetta reynist rétt mæling þá er mjög stutt í vindhviðuheimsmetið sem er 113,2 m/s.
Ég rakst á þessa bloggfærslu íslendings í Danmörku, enn þar snjóar í hörkufrosti.
Pálmi Freyr Óskarsson, 27.1.2010 kl. 19:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.