29.1.2010
Nánast einstakur janúarkafli
Sigurður Þór Guðjónsson hefur bent á athyglisverða staðreynd, nefnilega þá að ekkert hefur fryst í Reykjavík frá 7. janúar. Í nótt (29. jan) lauk hins vegar þessum langa þíðukafla. Þetta gerir því 22 frostlausa daga um hávetur !
Í Reykjavík stefnir meðalhitinn í það að verða á bilinu +2,6 til 2,7°C. Fer eftir því hvort kólni að ráði þessa síðustu þrjá dagana. Nokkrum sinnum hefur orðið hlýrra, en mánuðurinn á góða möguleika á að komast á topp tíu listann frá upphafi mælinga.
Hlýrri janúarmánuðir (>2,7°) frá lokum síðari heimstyrjaldar í Reykjavík eru þessir:
1947 3,2°C
1950 2,8°C
1964 3,6°C
1972 3,1°C
1973 3,1°C
1987 3,1°C
Þann hlýjasta af þessum, þ.e. 1964 gerði vægt frost af og til í mánuðinum. Helst að 1987 standist þeim í ár snúning, þá gerði langan samfelldan leysingakafla frá byrjun máðar til loka. En hann varð ekki alveg samfelldur því það frysti einu sinni.
Fróðlegt væri að skoða hvenær hafi síðast gert jafnlanga samfellda þíðu að vetrinum (des-mars) í Reykjavík.
Viðbót: Veðurstofan gerir þetta að umtalsefni í pistli og hefur gert talningar á álíka samfelldum hlákum. Sú síðasta til jafnlengdar var í febrúar 1964, 22 dagar til og með 29. febrúar það ár.
Flokkur: Veðurfar á Íslandi | Breytt s.d. kl. 19:36 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er stórmerkilegur janúar í ár, samfelld hlýindi svo halda mætti að vorið væri á næsta leiti. Það væri fróðlegt ef þú Einar skýrðir aðeins nánar þetta sérstaka ástand þegar hlýindi eru óvenjuleg á Norður-Atlantshafi svo jafnvel má sjá rauðar tölur á Grænlandi en fimbulkuldi er á meginlöndunum N-Ameríku og Evrópu á sama tíma. Ég fæ mjög skemmtilegar og fróðlegan póst frá DMI, Danmarks Meteorologiske Institut. Mér til mikillar furðu kemur þar fram að frost fór niður í -26°C aðfararnótt sl. miðvikudags á Mið-Jótlandi og þessi janúarmánuður er sá kaldasti í Danmörku í 23 ár!
Ég gerðist svo djarfur að spá því fyrr í vetur að það yrði kaldur vetur á norðuhveli jarðar en alls óvíst hvernig Ísland kæmi út, það gæti orðið öðruvísi veður hér en á meginlöndunum, ég hef á minnni löngu ævi orðið var við það þó nokkuð oft.
Sigurður Grétar Guðmundsson, 29.1.2010 kl. 10:10
Gaman væri að vita hvort þetta tengist eitthvað háloftastrengnum sem bretar hafa áhyggjur af að sé að færa sig til þ.e. þetta fína veður hér á móti óveðri í Evrópu.
Sigþór (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 11:13
Ég get staðfest kuldann hér í Danmörku við höfum ekki séð annað eins. Í augnablikinu er 3 stiga frost og skafrenningur hér á Amager. Man ekki eftir slíku hér. Samkvæmt DMI mun frostið herða.
Andrés Kristjánsson, 29.1.2010 kl. 20:39
Einar:veðráttan er þannig að í dag 29 jan, voru köngulær á flakki inní útivarhölduskáp Orkuveitu R,vík, sem verið var að skipta út í fossvogi, svartar og á að giska um 1-2mm búklengd, ég hef ekki séð slíkt áður, enda um óvenju jafnan hlýindakafla að ræða.
Magnús Jónsson, 30.1.2010 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.