Ég er svo sem ekki að kvarta, alls ekki misskilja mig en það er samt ekki laust við að ég öfundi dálítið danska starfsbræður mína og systur nú. Þá er ég að tala um veðurfræðingana.
Spáin hér að neðan fengin af dmi.dk og gildir fyrir Danmörku í heild sinni. Hún gerir eins og sjá má ráð fyrir að á þriðjudag verði snjókoma og 12 m/s. Sem sagt hríðarbylur og það í henni láglendu Danmörku af öllum stöðum.
Þó mun að öllum líkindum hlána sunnantil á Jótlandi, en það sem er athyglisvert er að ofan í þann kalda loftmassa sem nú er yfir S-Skandinavíu og N-Evrópu, stefnir dálítil lægð úr norðvestri, beint á Jótland og með henni skil og úrkoma. Eitthvað sem væri sambærilegt og stefndi hér á suðvestanvert landið myndi vafalítið valda öngþveiti á höfuðborgarsvæðinu, hvað þá í Árósum eða Óðinsvéum !. Höfum það líka hugfast að nýleg lausamjöll er yfir öllu í Danaveldi sem eykur enn á fjúkið og skafrenninginn. Verður verðugt verkefni danskra veðurfræðinga að spá þessu með þokkalegri nákvæmni og koma til skila til almennings.
Eins og veturinn hefur verið er ekki nema að von sé spurt hvort að hann hafi flutt lögheimili sitt austur á bóginn (með öllum burtfluttu Íslendingunum) til Skandinavíu og Danmerkur ? Annars er sæmilegasti vetur um þessar mundir norðaustanlands og sums staðar snjór,þó seint tieljast hann verulegur, nema þar sem hann er framleiddur sérstaklega með þar til gerðum tækjum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788784
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það fer nú ekki milli mála að æðstu yfirvöld veðurmála munu hafa flutt lögheimili vetrarins til Bretlandseyja og Skandinavíu vegna afstöðu þeirra til IceSave málsins og aðgerða þessara þjóða til að eyðileggja fjárhagslega heilsu Íslendinga til frambúðar.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 07:06
Ég bý hér í Danmörku og kann vel við smá snjó, mætti vera aðeins kaldara til að kalla þetta vetur, en þetta er þókkalegt. Annars segir maður í gríni að við íslendingar tökum snjóinn til baka ef menn bakka með Icesave.
Njáll Harðarson, 1.2.2010 kl. 09:42
Hér í Dk náði að blotna í föllnum snjó í dag svo skafrenningurinn verður eflaust ekki mikill á morgun. Ef lægðin jú ekki fer með sína fylgjandi úrkomu yfir Norður Þýskaland sem lítur einna helst út fyrir að verði raunin verður þetta ekkert svo slæmt sökum frostleysis. Þetta er ekkert farið að líkjast vetrunum um miðjan áttunda (1985 1986 1987) ennþá en í áttina þó. Einna verst fyrir okkur borgarbúana er að komast um hliðargötur sökum þess að þær eru ekki ruddar plús allra þessarra sem halda að nóg sé að setja hjálm á hausinn þá séu þau örugg á hjóli
Jón Arnar, 1.2.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.