Kelvin-Helmholz bylgjuský yfir Reykjavík

img_4819.jpgMeðfylgjandi mynd sendi Málfríður Ómarsdóttir. Hana  tók hún  í austurhluta Reykjavíkur 29. janúar sl.  Öldurnar sem við blasa eru svokallaðar Kelvin-Helmholz bylgjur, en þær koma fram við ákveðnar aðstæður í lofthjúpnum.  Stöndum háttar svo til að neðri lög lofthjúps eru greinilega lagskipt. Á mörkum loftlaga með ólíkan vindstyrk eða jafnvel ólíka vindátt koma þá fram þessar öldur.  Oft sjást þær ekki, en sé skýjalag við snertiflötinn verða bylgjurnar sýnilegar.  

Líftími þessara skýja er oftast stuttur í hvert sinn, nokkrar mínútur, kannski 1/2 klst.  Segja má að þarna verði sýnileg ókyrrð í lofti, en kviku verður oft vart í flugi  í grennd við  Kelvin-Helmholz bylgjur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk f. þetta. Svakalega fallegt.  Ég sá þetta líka og varð eitt stórt spurningarmerki. Þetta gæti ekki verið tilviljun.

Er semsagt efra lagið með meiri vind og skefur af neðra skýjalaginu?

Ari (IP-tala skráð) 5.2.2010 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband