Veður og jöklar á þorra

Veður og jöklar er þema á þorraþingi Veðurfræðifélagsin fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13:00 í Víðgelmi í Orkugarði að Grensásvegi 9.  Þingið er opið öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfræði og þeir sem tök hafa á hvattir til að mæta. 

Dagskrána má finna hér neðst og þrátt fyrir þetta þema eru líka þarna önnur erindi stutt og snaggaraleg héðan og þaðan. 

Í tilefni umfjöllunar um jökla rakst ég tvær myndir af sama skriðjöklinum og reknar eru frá óvenjulegra sjónarhorni en oftast þegar verið er að fjalla um breytingar á jöklum.  Um er að ræða Virkisjökul sem skríður úr Öræfajökli vestanverðu alveg niður á láglendi.  Eftir myndin er tekin 1986 af Stefáni Erni Bjarnasyni.  Hin er frá því í vor, 16. maí og sjónarhornið svipað og er höfundur hennar Bára Agnes Ketilsdóttir Toppfari.  Þrátt fyrir að árstíminn sé ekki alveg hinn sami er breytingin engu að síður greinileg og hún er sláandi á ekki lengri tíma, eða á 23 árum.

tjaldbúðir 1986 Virkisjökull / Stefán Örn Bjarnason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

t23_virkisjokull_160509 / Bára Agnes Ketilsdóttir   

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá þorraþings Veðurfræðifélagsins

-------------

13:00 Inngangur
13:05 Finnur Pálsson: Jöklar á Ísland - jöklafræði, gagnaöflun og rannsóknir
13:20 Tómas Jóhannesson: Einfalt líkan til þess að reikna afrennslisaukningu frá jöklum í hlýnandi loftslagi
13:35 Sverrir Guðmundsson: Orkubúskapur á íslenskum jöklum: mælingar og dæmi um niðurstöður
13:50 Þorsteinn Þorsteinsson: Afkoma Hofsjökuls 2008-2009
14:05 Sveinn Brynjólfsson: Samband veðurathugana í Eyjafirði og afkomumælinga smájökla í Svarfaðardal

Kaffihlé

14:50 Ingibjörg Jónsdóttir: Rek hafíss í Austur-Grænlandsstraumi sunnan Scoresbysunds
15:05 Árni Sigurðsson: Ósonmælingarí Reykjavík 1957-2009
15:20 Einar Sveinbjörnsson: Óveður – aðferð til að meta styrk og afleiðingar í óveðrum
15:35 Marius O. Jonassen: The Bergen Shelter
15:50 Guðrún Nína Petersen: Hvasst við Hvarf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar,

Þó að myndirnar séu teknar frá "svipuðum" slóðum munar engu að síður talsverðu á útsýni og því er varasamt að meta rýrnun af samanburði þeirra, allavega alls ekki jöklana vinstra megin á neðri mynd. Efri myndin (tekin sennilegast um páska) er tekin nokkru neðar á "Virkisjökulsleiðinni" svonefndu og frá þeim sjónarhóli eru jökultungurnar, sem eru áberandi vinstra megin á neðri myndinni, ekki í mynd. Þær eru í raun ofar og til hliðar (sunnar) við þann stað sem myndin er tekin á. Ofan við tjöldin tvö, vinstra megin á efri mynd, sést neðsti hluti Rauðakambs en kamburinn (liggur á milli Virkisjökuls og Falljökuls) fellur jafnframt saman við Grænafjall, sem er sunnar og framan við (utar) Falljökul. Sami hluti Rauðakambs sést einnig á neðri myndinni, þar sem skriðjökullinn sveigir fyrir hamarinn, en jökultungurnar ofan við göngumennina sjást ekki á efri myndinni. Af umfjöllun þinni um samanburðinn fæ ég á tilfinninguna að einmitt þær jökultungur sem falla framan af hamrinum séu til marks um breytingar sem bera eigi saman eftir myndunum. Þó enginn vafi sé á rýrnun þessara jökla þá vildi ég engu að síður benda á þetta, þ.e. að það munar talverðu á að jökultungurnar séu í mynd.

Bestu kveðjur, Snævarr

Snævarr Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 14:22

2 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Takk fyrir þesar hugleiðingar Snævarr.  Settar fram af þekkingu á staðháttum.

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 15.2.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband