Annar bylur á NA-strönd Bandaríkjanna

Hvíata húsið 10. feb 2010 /W.PostHeyrði í kunningjum í Washington nú áðan.  Að lýsingu að dæma er þar þessa stundina dæmigert norðlenskt hríðarveður, kafaldsbylur og snjóinn þarf að ösla í hné.  Mannlífið er við þessar aðstæður lamað, allir heima.  Tæki til að hreinsa göturnar eru að skornum skammti og og fjárveiting til vetrarþjónustu að auki uppurin þetta árið.

Meðfylgjandi mynd af Hvíta húsinu er frá því fyrir skemmstu of fengin af Washington Post.   Hér er líka tengill á vefmyndavél ef einhver vill máta íslenska hríð við Ameríska (suður á 38°Nbr.).

Þetta er önnur snjóhríðin á NA-ströndinni á skömmum tíma þar sem allt fer úr skorðum. Bandaríkjamenn tala um "snowblizzard".  Veðrið nú nær frá Washington og norður yfir landamæri Kanada og sjá má á radarmynd kl. 17:45GMT hversu útbreitt úrkomusvæðið er.  Um er að ræða lægð sem dýpkar við ströndina og hún dregur á endanum með sér bakkann til hafs.

Ratsjármynd 10. feb kl. 1745GMT

   picture_22_959820.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Sæll Einar. Mig langar að benda á fína gervitunglamynd sem var tekin eftir fyrri bylinn. Þar sést t.d. vel hvernig snjóhulan endar við New York.

http://earthobservatory.nasa.gov/IOTD/view.php?id=42568

Emil Hannes Valgeirsson, 10.2.2010 kl. 19:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég skrifaði smáveigis um frostþokuna á Reyðarfirði í gær, sjá HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 00:25

3 identicon

Hvernig er það; Enda þessar lægðir sem fara þessa leið upp eftir austurströnd USA og Canada ekki stundum með því að fara yfir okkur hér á Íslandi?

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 08:30

4 identicon

Takk fyrir áhugavert blogg!

En er ekki myndin af Þinghúsinu í Washington á Capitol Hill, en ekki Hvíta húsinu?

http://images.google.is/images?hl=is&client=firefox-a&rls=org.mozilla%3Aen-US%3Aofficial&um=1&sa=1&q=capitol+hill&btnG=Leita

Kolbrún (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 10:35

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þorkell: Hann Lárus okkar Run. "Lalli Rúnka" hélt því fram að veðráttan á Íslandi ætti alltaf rætur fyrir vestan, Kanada og Nýfundnalandi. Og sama var með fiskiríið. Hann hélt einu sinni yfir mér langan og afdráttarlausan fyrirlestur um ýsufjandann.

"Það var eins og við manninn mælt Árni. Þegar þær hættu að fá ýsuna á St. Lawrensflóanum þá hvarf hún hérna um leið: Það er bara svona; svona er þetta, hún hverfur fyrst þar og svo ekki meir!"

En Bjössi Narfa vissi líka sínu viti. Einu sinni hlýddi ég á samtal þeirra Stefáns á Meyjarlandi í sveitasímanum. Bjössi var greinilega nýbúinn að fá sér eina "könnu" úr gambratunnunni á verkstæðinu og byrjaður á þeirri næstu þegar hann hringdi. Margt bar á góma og Stebbi spurði frétta af Króknum. "Eru þeir eitthvað að fiska þarna á Króknum þessa dagana?"

"Uss, nei, nei, nei. Það er ekki eitt helvítis bein að fá. Það hætti náttúrlega barasta allur fiskur að ganga inn á Skagafjörðinn, þarna þegar þeir stífluðu Súesskurðinn!" svaraði Bjössi alveg steinhissa á þessari einfeldningslegu spurningu. Þetta var auðvitað þarna um árið þegarskúrkurinn Nasser tók upp á þessu óþverrabragði til að stríða Bretum og öðrum vesturveldabúum.

Árni Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 15:32

6 identicon

Árni, þú verður nú að skrifa þessar sögur einhversstaðar til varðveislu ásamt fleiri ámóta, sem ég veit að þú manst. Þótt ég hafi marga söguna heyrt hjá þeim sagnaglaða kynþætti, sem telst original Króksarar, þá hef ég aldrei heyrt þessar!

ÞorkellGuðbrands (IP-tala skráð) 11.2.2010 kl. 20:27

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Heh... góð saga, Árni

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.2.2010 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788789

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband