12.2.2010
"Ísdrekinn"
Á ágætu fræðaþingi Veðurfræðifélagsins í gær flutti Ingibjörg Jónsdóttir erindi um rek hafíss í Austur-Grænlandsstraumi sunnan Scoresbysunds. Gerði hún m.a. að umtalsefni meðfylgjandi mynd af ísútbreiðslu 15. janúar sl. Ingibjörg segir að endurtekið komi fram svipað munstur útbreiðslunnar í kjölfar stíflu í Grænlandssundi sem afleiðing þrálátrar SV-áttar. Ísinn tekur að safnast fyrir og á endanum hrífur Austur-Íslandsstraumurinn hann með sér til austurs. Við utanverðan Húnaflóa, þ.e. í Reykjafjarðarál bera síðan staðbundnir straumar þar ísinn til suðurs og jafnvel til suðvesturs. Áður fjallað um þessa útbriðslu íssins hér og hér
Svipað munstur kemur fram aftur og aftur og útbreiðslan minnir helst á lögun drekahöfuðs. Dreifar berast síðan áfram til austurs með straumum og vindum, en í ár a.m.k. virðist ísinn hafa bráðnað í nokkuð hlýrri sjó sem er norður af landinu heldur en er í kalda straumnum við Grænland.
Nú vantar finnst mér tifinnilega nafn á þetta fyrirbæri, þessa ístotu sem kemur fram á myndum eftir að blásið hefur af SV um tíma. "Drekinn" væri ágætt ef ekki væri fyrir það að það heiti hefur fests á olíuleitarsvæðinu djúpt undan Langanesi.
Lumar einhver á tillögu sem hann vill miðla ?
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 1788789
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 47
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guffi - svipar nefnilega til Guffa úr Mikka mús teiknimyndunum
Höskuldur Búi Jónsson, 12.2.2010 kl. 09:26
Balroggurin?
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 12.2.2010 kl. 11:45
Er ekki örninn þarna upp til vinstri í skjaldarmerkinu. Haförninn?
Emil Hannes Valgeirsson, 12.2.2010 kl. 13:12
Fyrst drekinn er ekki í boði, hvað með finngálkn?
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 20:46
Er ekki Ísdrekinn nafn með rentu?
Þuríður (IP-tala skráð) 18.2.2010 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.