Mýrdalurinn á kaf í dag ?

Fréttir hafa borist af miklum snjó og ófærð í Vestmannaeyjum.  Rétt eins og þar rignir stundum af ákafa getur hlaðið niður snjó í Eyjum séu skilyrðin rétt.

HIRLAM 250220100 +09t/VÍVið greiningu á veðrinu nú í morgun, má sjá að úrkomusvæðið sem verið hefur yfir suðvestanverðu landinu er enn frekar en það hefur verið í nótt að sýna einkenni aðgreindra kjarnasvæða mikillar úrkomu.  Það helsta, þar sem uppstreymið er kröftugast er einmitt við Suðurströndina og er því spáð hægri austurhreyfingu um leið og úrkoman ágerist.  Fyrra spákortið (HIRLAM 2502 +15t / Brunnur VÍ)  gildir kl. 15 í dag og sýnir 3 klst uppsafnaða úrkomu.  Í kjarna svæðisins er gert ráð yfir um og yfir 50 mm á 3 klst og er það eins og gefur að skilja mjög mikið úrkomumagn.  Þó svo að ætla megi að slík gildi verði einkum að finna uppi á jökli má engu að síður ætla að áköf ofankoma verði í Landeyjum, undir Eyjafjöllum og ekki síst í Mýrdal.  Vestmannaeyjar eru þarna síðan skammt undan eins og við vitum. 

Vindur með þessu er A- og NA-stæður, allt að 12-15 m/s. Nægur til að koma öllu af stað svo af hlýst mikið kóf ofan í dimma hríðina.  Ætla má að hríðinni sloti ekki á þessum slóðum fyrr en í fyrsta lagi seint í kvöld.

Nú kann einhver að spyrja hversvegna það leysi ekki og hiti komist upp fyrir frostmark svona syðst á landinu ?  Einsfalda svarið er það að loftið suður af landinu er ekkert sérlega milt og reyndar af norðlægum uppruna ef út í það er farið.  Engu að síður berst varmi úr tiltölulega hlýjum sjónum og hann ætti að duga til þess að koma hitanum upp fyrir frostmark á láglendi.  Það gerist hins vegar ekki því stöðugt berst kalt loft ofan af landi í veg fyrir það sem mildar er.  HRAS spá Reiknimiðstöðvarinnar í veðurfræði sýnir þetta glöggt, en kortið hér að neðan gildir líka kl. 15 í dag.  Sjá má brot í vindinum sunnan við Vestmannaeyjar.  Þar úti fyrir er vindur af suðlægum uppruna, en nær landi er vindáttin greinilega NA-læg í grunninn.  Þarna eru skil og lega þeirra ræður því hvort nái að blota fyrir höfuð í Mýrdalnum.  Í raun er alls ekki loku fyrir það skotið að það geti gerst síðar eða í kvöld.  

 

HRAS3-vindur 250200 +15t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. spá veðurstofu Íslands og www.weather.com langtímaspánni að þá mun þessi snjór fara í næstu viku. Fagna því!

Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 25.2.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Það virðast gjarnan vera þessar litlu lægðarbólur í kalda loftinu sem gefa okkur mesta snjóinn hér sunnanlands, frekar en stóru lægðirnar úr suðri sem bera með sér hlýja loftið.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.2.2010 kl. 12:10

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Tek undir þetta með Emil.  Mesti snjór sem ég man eftir hér í Vík var að ég held í Janúar 1975. Þá snjóaði meira og minna í heila viku samfleytt.  Veðurspáin var lengst af þessi:  ,,Él á miðunum"

Þórir Kjartansson, 25.2.2010 kl. 20:39

5 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Fínar myndir af ófærðinni og snjóþyngslunum í Eyjafréttum.

En lítið finnst mér hafa skilað sér í úrkomumælinn á Stórhöfða eða 5,5 mm á 9 tímum.  Auðvitað var stormur og mikið kóf og því lítið að marka úrkomamælingar yfir höfuð.

Fróðlegt verður hins vegar að sjá mat á snjódýptinni hjá þeim feðgum Óskari og Pálma þegar mælt verður í fyrramálið.  Situr einhver snjór eftir á Höfðanum og hefur honum einfaldlega ekki blásið á haf út ?

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 25.2.2010 kl. 21:52

6 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Það var 11,5 mm. kl. 18-09 og 5,5 mm. kl. 09-18, á meðan Surtsey var einkvað yfir 17 mm. kl.18-18. Vestmannaeyjarbæjarúrkomumælir er óvirkur vegna þess að hann hallast til norðurs. Sennilegt hefur verið ekið á hann.

Allur snjór fauk náttúrulega út í sjó, ef hann hefur ekki ratað hlémeginn við höfðann. Enn þá er það risaskaflar á ferð.

Nú verður erfitt að ákveða snjódýptina á morgun. Ætli ég setji ekki einkvað yfir 10 cm. Sem er bara tilfinningaleg ágiskunn.

Pálmi Freyr Óskarsson, 26.2.2010 kl. 01:39

7 Smámynd: Njörður Helgason

Já það getur orðið snjóþungt í Mýrdalnum. Það skiptir fljótt um veður þarna austurfrá. Kosturinn við þetta er að þegar snjóar seinna um veturinn, þá er snjórinn ekki eins setinn. Minni mitt mann eftir hyldjúpum snjó í brekkunum vestur á móti austan Reynisfjalls.

Mýrdalurinn er eitt mesta snjóflóðasvæði landsins og verður að miða húsin sem byggð eru þar við snjóaálagið sem þar getur orðið.

En í Mýrdalnum vorar snemma og haustar seint.

Njörður Helgason, 26.2.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband