Svellkalt á Héraði

1938_1___SelectedVið sem fórum út í slabbið og slydduhraglandann í morgun suðvestanlands í hita nærri +1°C eigum kannski erfitt með að trúa því að á sama tíma var frostið 21 stig á Egilsstaðaflugvelli.  En það var nú engu að síður raunin kl. 09 í morgun.

Norðaustan- og austanlands hefur verið kyrrt og bjart síðustu tvo til þrjá sólarhringana og snævi þakið yfirborðið kólnað rækilega.  Hitahvarf við jörð er staðreynd á Héraði og reyndar víðar til landsins austan- og norðaustantil.  Þannig fór frostið í 23 stig við Mývatn.  Ekki þarf nema tiltölulega hæga gola til að blanda upp loftinu við jörð og við það minnkar frostið til mikilla muna.

Myndin er af Skriðuklaustrií "vetrarbúningi" og fengin af vefnum east.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll mig langar að vita hvort þú hafir upplýsingar um veðurfar í suður sovétríkjunum gömlu td Túrkmenistan og Tadsjikistan

er að gera ritgerð og vantar þetta, sérstaklega um veturna

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 12:50

2 Smámynd: Ágúst Marinósson

Sæll Einar.  Langar að heyra skoðun þína á því hvort ekki sé ástæða til að senda sjóveðurspá út í sjónvarpi?  Fjöldi skipa er kominn með móttökubúnað fyrir sjónvarp og ekkert í veginum að sjómenn geti tekið á móti sjóveðurspá.  Fyrir þjóð sem á svo mikið undir fiskveiðum hljómar það dálítið einkennilega að ekki skuli vera gerð veðurspá fyrir þá sem þurfa mest á henni að halda.

Ágúst Marinósson, 2.3.2010 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband