Þessi kómíska mynd er frá suðvesturströnd Jótlands, sunnan Esbjerg og skammt norðan þýsku landamæranna í gær um það leiti sem hvað hvassast var í Danmörku og Suður-Svíþjóð. Á þessum slóðum hækkaði verulega í sjónum en það er ekki óalgengt þarna þegar lægðir fara til austurs um norðanverðan Norðursjóinn líkt og í gær.
Þó svo að sjávarhæðin hafi verið 2,5 til 2,75 m yfir venjulegri sjávarstöðu í gær þykja það engin sérstök tíðindi t.d. í Esbjerg og þar eru menn vanir stormflóðum sem þessum. Um er að ræða sjávarfallabylgju sem nær að magnast vegna loftþrýstifalls víðsfjarri og í þessu tilviki vestur af vesturströnd Noregs. Þetta merkilega fyrirbæri sjávaráhlaðanda verður ekki útskýrt nánar hér, en það er vel þekkt og þess vegna tekst yfirleitt vel að vara við sjávarflóðum fyrir botni Norðursjávar af þessum völdum.
Það sem er atyglisvert við myndina hér að ofan er að umferðarskiltið er við Ebbevejen svokallaða út í hina láglendu og vinsælu fuglaparadís Mandö við Vedehavet. Þessi vegur er ekki farin nema að sætt sé sjávarföllum líkt og eiðið út í Gróttu. Engu að síður er þessi ljósmynd afar skemmtileg og athygli vekur að í öldurótinu sést ekkert til dönsku eyjunnar Mandö úti fyrir.
Tengill sem lýsir frekari staðháttum þessara slóða fyrir áhugasama (á dönsku).
Ágætt yfirlit DMI um Per, aðdraganda, veður og annað markvert varðandi þessa óveðurslægð í Danmörku.
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 14.9.2009 kl. 14:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.