5.3.2010
Nú rignir drjúgt í Grundarfirði
Milt og rakt loft er yfir landinu þennan föstudaginn og leysingin er drjúg. Fyrir vestan land kúra hægfara kuldaskil sem þó þokast í átttina til landsins. Frá þessu öllu rignir, en hvergi þó meira en á Snæfellsnesi, við innanverðan Breiðafjörð og á sunnanverðum Vestfjörðum.
Í Grundarfirði byrjaði úrhellið að ráði um kl. 6 í morgun og síðan þá (til hádegis) hefur hellirignt í orðsins fyllstu merkingu. Ekki oft sér maður úrkomuákefðina fara yfir 10 mm/klst og enn sjaldnar í einhvern tíma að ráði. En í Grundarfirði hefur ákefðin verið þetta 13-14 mm/klst í allan morgunn og lætur nærri að uppundir 70 mm hafi mælst á um 6 tímum. Og það sem meira er, það lítur ekki út fyrir að það fari að stytta upp fyrr en í nótt. Er erfitt á ég að trú því að þetta mikil ákefð haldist alveg fram á kvöldið.
Spákortið af Brunni VÍ og gildir kl. 12 í dag sýnir þessa stöðu nokkuð glöggt.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 1788783
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar, hitamælirinn minn hérna í Austurbæ Reykjavíkur sýnir +8,3 C° og langtímaspá vorsins frá DMI sýnir að meðalhitinn yfir þeim hluta Íslands sem sýndur er (ef maður fer í langtímaspánna fyrir Grænland sést smá bútur af Íslandi) sýnir að hitastigið frá mars-maí muni liggja ca. 0,5 C° yfir meðallagi áranna 1961-1990. Auk þess sýnist mér að veðurstofan sé að spá áframhaldandi mildu veðri. Mín spurning er: Er vorið að koma?
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:47
Eða réttara sagt: Kemur vorið fyrr í ár en svo oft áður?
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:48
Suðaustan áttin í Grundarfirði er ekkert venjulegt veðurlag. Enn átakameiri er hún inni í Kolgrafafirði og jafnast þar helst á við veðrin á Stórhöfða hjá þeim Pálma og Óskari. Á þetta bæði við um úrkomu og veðurhæð. Nú eiga fáir ökumenn leið fyrir Kolgrafafjörð eftir að brúin kom milli Hjarðarbólsodda og Berserkseyrar. Hinsvegar getur orðið æði hvasst á brúnni sjálfri og aðliggjandi vegum. Lega Snæfellsnessins gagnvart höfuðáttum veldur því með öðru að norðan á nesinu verða suðlægar og suðaustlægar áttir ansi snarpar, en sunnan á nesinu eru það norðanáttirnar sem ná ofsafengnum styrk. Ég er uppalinn í Ólafsvík og að hluta reyndar í Fróðárhreppi, en bjó um tíma í Grundarfirði. Um allt þetta svæði má segja að þegar veðrið er vont þá er það VONT, en þegar það er gott er það GOTT. Svo er ansi stutt á góð fiskimið og sú staðreynd átti drýgstan þátt í að þarna hófst byggð svo snemma sem raun ber vitni, þrátt fyrir að landrými til hefðbundins búskapar sé ekki mikið, allavega ekki utan til og norðan á Nesinu, fyrr en kemur inn í Eyrarsveit og Helgafellssveit. Verðir þú, lesandi góður, á ferð um Snæfellsnes í góðu veðri á komandi sumri, mæli ég með að þú gerir smáræðis lykkju á leið þína ef þú ekur til Hellissands og vitjir eins af elstu kirkjustöðum landsins, Ingjaldshóls. Þótt bæjarstæðið sé ekki ýkja hátt yfir sjó, þá er útsýni þar einstaklega fallegt, ekki síst upp til Jökulsins og norður yfir Breiðafjörð. Þar má einnig líta hið áhrifamikla minnismerki um Eggert Ólafsson, skáld og náttúrufræðing og Ingibjörgu Guðmundsdóttur, konu hans, en þau drukknuðu sem kunnugt er á norðanverðum Breiðafirði á heimleið frá Sauðlauksdal.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.