22.3.2010
Púffið hans Magnúsar Tuma á ratsjánni
Í morgun sáu sjónarvottar að dálítill öskumökkur reis upp frá gosstöðunum í Fimmvörðuhálsi. Á ratsjármynd Veðurstofunnar sem sýnir sérstaklega toppa skýja kemur þessi mökkur fram á mynd kl. 07:15, en 15 mínútum fyrr var ekkert sjáanlegt. Magnús Tumi kallaði gosmökkinn á Rás 2 "smá púff".
Mökkurinn er ekki mikill um sig og rís heldur ekki upp í hærri hæðir. Út frá þessum upplýsingum einum má ætla að toppurinn rísi í 5 til 7 km hæð, kannski 8 km en ekki hærra.
En eflaust er nú samt tilkomumikið að sjá til hans frá nálægri byggð.
Viðbót kl. 08:00:
Á mynd Jónu Sig á mbl.is sést að mökkurinn er nokkuð tilkomumikill og ljós yfirlitum. Líkast til er einkum vatnsgufa þarna á ferðinni og mökkurinn þá afleiðing gufusprenginga í gossprungunni.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:07 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.3.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er hið besta mál þegar Eyjafjallajökulseldstöðin léttir svona á sér án hlaupahættu. Þó að mér sem hefur haft Kötlu á heilanum frá æsku. Fyrst hræðst hana, síðan fylgst með og eftir það beðið eftir því að bryddi á Barða þyki þetta vera eins og meðal Helklugos frá árinu 1971. Ágætis túristagos.
Njörður Helgason, 22.3.2010 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.