Útlit fyrir bjartvirði yfir gosstöðvunum um helgina

525563.jpgÞeir sem vilja berja dýrðina augum í Fimmvörðuhálsi geta hugsað sér gott til glóðarinnar um helgina.  Spáð er NA-átt og tiltölulega þurru lofti í tengslum við hæð yfir Grænlandi.  Sennilega skýjað framan af degi á föstudag, en alls ekki þungbúið.  Léttir síðan til og á laugardag og sunnudag ættu skilyrði að verða mjög hagstæð til að skoða gosið.  Goluvindur og hiti um eða rétt undir frostmarki á láglendi.

Fyrir þá sem eru haldnir eðlilegri gosforvitni og vilja jafnframt ekki standa í stappi við löggæsluna er  hentugast að skoða gosið úr innanverðri Fljótshlíðinni.  Þangað er greiðfært á öllum bílum.  Frá varnargarði Markarfljóts framan við bæinn Fljótsdal er 16 km loftlína til gossprungunnar, sem blasir þar við uppi á brún Fimmvörðuháls.

Síðdegis á mánudag brá ég mér að þessar slóðir og sást þá vel til gossins þrátt fyrir að lágskýjað hafi verið.  Eftir að myrkur var skollið á lækkaði skýjahæðin og þá sást ekki einu sinni bjarmi frá gosinu.  Tilkomumest er gosið vitanlega í myrkri, en góðu skyggni og slík skilyrði ættu að verða um helgina.

Myndin er tekin frá Fljótsdal í Fljótshlíð, fyrstu gosnóttina af Katrínu Möller Eiríksdóttur. Kortið er frá Samsýn og fengið af ja.is

picture_39_973604.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1790843

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband