Þessi rannsókn sem nær til áranna 2002-2009 og birt er í Geophysical Research Letters, gefur til kynna að Golfstraumurinn sé nokkuð stöðugur til lengri tíma. Sveiflur koma þó fram á skemmri tímakvarða, á vikum og jafnvel mánuðum.
Rannsóknin er í takt við aðrar sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Þ.e. Golfstraumurinn eða Norður-Atlantshafsstrauminn eins og við kjósum að kalla hann hér norður frá sé við hestaheilsu. Norskar rannsóknir sem kynntar vorum fyrir tveimur árum gáfu til kynna að varmaflutningurinn hefði verið nokkuð stöðugur heilt yfir a.m.k. frá 1946.
Sá hængur er þó á þessum rannsóknum að góðar mælingar ná ekki nema tiltölulega fá ár aftur. Norðmennirnir reiknuðu sig þannig með líkönum aftur til 1946. Það er þannig vel þekkt að frá árinu 1996/1997 hefur varmaflutningur verið meiri með straumnum norður á bóginn en áður var. Varmaflutningur er ekki það sama og massaflutninguri. Vænlegast er að mæla magnið eða massann með því reyna áætla "bakflæði" djúpsjávar um þröskuldana t.a.m. á milli Íslands og Grænlands og beggja vegna við Færeyjar. Varmann má síðan mæla á hefðbundinn hátt og eins með fjarkönnun á hitastigi yfirborðssjávarins.
Það sem ég er að reyna að segja er að við þekkjum orðið ágætlega flæðið og hitatilflutninginn á þessu tilgreinda jafnvægistímabili sem nær frá um 1996. Vegna skorts á samanburðarhæfum mælingum vitum við minna um heildarmyndina fyrir þann tíma og eins er næsta víst að annað og "jafnvægisástand" mun leysa núverandi ástand af hólmi í fyrirsjáanlegri framtíð. Og það mun vara í ár eða jafnvel örfáa áratugi. Þannig er afar athyglisvert að fylgjast með sjávarhitafrávikum þeim sem verið hafa í vetur (sjá hér) undan Afríku sem og óvenju köldum sjó í Mexíkóflóa og hvort og hvernig þau munu hafa áhrif á varmatilflutninginn til norðurs með Golfstraumnum (Norður-Atlantshafsstraumnum), t.d. komandi haust og vetur.
![]() |
Golfstraumurinn ekki að hægja á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.7.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 1790862
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 36
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Má þá ætla að hin pólitíska verðurfræði sé frekar ótraust?
Gústaf Níelsson, 30.3.2010 kl. 21:24
Sæll Einar,
Eru til einhverjar upplýsingar um tengsl vetrarhitastigs í Mexico flóa við sumarhitastig? Sem fyrrum Texas búi þá man maður vel þegar fellibyljir voru að koma inn í Mexico flóann og spurningin var alltaf sú hver sjávarhitinn var því þessi fyrirbæri nánast soguðu upp hitablettina - man eftir þegar Katrina kom 2005 að fellibylurinn nánast elti uppi þá bletti sem voru með mest hitastig inn flóann. Sama var upp a teningnum þegar Ike kom 2008 - helgina sem við vorum að ganga frá sölunni á húsinu okkar í San Antonio - og olli gífurlegu tjóni á Galveston eyju og í Houston. Það var alltaf gaman að koma til Galveston og skoða sig um þar og pæla í hvernig myndi fara ef fellibylur á stærð við þann sem nánast lagði bæinn í rúst árið 1900. Ef flóinn er kaldur núna og það þýði að sumarhitinn verði lágur, þá getur fólk í strandfylkjun Mexicoflóa andað léttar!
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 31.3.2010 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.