2.4.2010
Stór haglkornin suðvestanlands í dag
Utan af Faxaflóa með NV og V-átt komu nokkuð grimmúðleg él eftir hádegi í dag á Höfuðborgarsvæðinu. Komu þau hálfpartinn aftan að mönnum eftir skraufþurrt loftið undanfarna daga. Nokkuð var um hálkuóhöpp og jafnvel bílveldur eins og greint var frá hér.
Haglið sem fylgdi því éli sem hvað ákafast var laust fyrir kl. 15 þótti mér einmitt sérstaklega stórt í sniðum. Náði ég mynd af nokkrum kúlunum ásamt þekktu viðmiði, sjálfum eldspýtnastokknum. Eins og sjá má voru haglkornin allt að 5 til 7 mm í þvermál. Snæhagl (e.soft hail) kallast þessi gerð hagls til aðgreiningar frá íshagli. Kúlur snæhaglsins eru léttar í sér miðað við íshaglið og sjaldnast hnöttóttar, jafnvel stundum með hvössum brúnum ef út í það er farið.
Eins og áður er greint komu él þessi úr norðvestri, ekki úr suðvestri eins og oftast er með éljaveðrið. Loftmassinn nú var kaldur og óstöðugur. Oftast kemur loft eins og þetta suður yfir heiðar og blæs þá af landi. Engin él í þeim tilvikum. Nú hins vegar sýnist mér að kalda loftið hafi með NV-átt borist yfir Snæfellsnes og tekið í sig raka á Faxaflóa. Straumurinn yfir Snæfellsnesið hefur síðan virkað sem hvati á uppstreymið (eykur á hringhreyfingu) og myndun bólstraskýjanna sem haglið kom úr.
Það var bagalegt að veðurratsjá Veðurstofunnar skyldi hafa bilað, en engar myndir var að hafa þaðan frá því í gærkvöldi. Veðurratsjáin er gagnlegt tól einmitt þegar él nálgast suðvestanvert landið og sú staðreynd að ratsjármyndirnar voru ekki aðgengilegar gerði það að verkum að þessi skyndilega veðurbreyting kom mönnum enn frekar í opna skjöldu en annars hefði verið.
Tunglmyndin er frá því kl. 13:45 í dag (af vedur.is). Éljagarðurinn við innanverðan Faxaflóann er greinilegur og stutt í það að hann nái til lands.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt 3.4.2010 kl. 10:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 49
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 43
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Engar háloftaathuganir hafa heldur ekki komið í nokkra daga frá Keflavík, a.m.k. inn á netsíður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.4.2010 kl. 09:55
http://www.flickr.com/photos/mold/
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.4.2010 kl. 19:44
http://www.flickr.com/photos/mold/
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.4.2010 kl. 19:44
Ætla að vera aðeins nákvæmari. Hér er mynd af haglkornum dagsins sem ég var að fnna á netinu.
Pálmi Freyr Óskarsson, 3.4.2010 kl. 19:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.