6.4.2010
Kuldakastinu að ljúka
Hálfsmánaðarkuldakasti er nú um það bil að ljúka. Það tóka að kólna 25. og 26. mars eftir mjög vorlega tíð víða um land næstu vikur þar á undan. Um sunnanvert landið stefndi í mjög hlýjan marsmánuð, en N-áttin og kuldinn síðustu vikuna dró meðaltalið mikið niður. Engu að síður var mánuðurinn í góðu meðallagi hvað hitann varðar, síður þó norðan- og norðaustanlands.
Á morgun 7. apríl lítur út fyrir síðasta svala eða kalda daginn í bili og á fimmtudag tekur að hlýna með S- og SA-áttum. Um helgina gæti hitinn hæglega gægst upp fyrir 10 stig um hér og þar um austanvert landið. Svalara lofti er spáð í kjölfarið um skamma hríð, en aftur milt í næstu viku gangi veðurspárnar eftir.
Vindáttir frá suðaustri til suðvesturs verða ríkjandi með vætu sunnan- og vestantil. Nú bíð ég eftir því að klaka leysir í matjurtakassanum mínum, því gulrótarfræin eru klár. Ekki eftir neinu að bíða þegar komið er fram í apríl ef góð uppskera á að fást. En sæmilegur friður verður þá að vera næstu daga fyrir N-áttinni með sínum næturfrostum.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svona á þetta að vera. Hlýnandi veðrátta með hækkandi sól Svo skulum við vona að stjórnvöld okkar hætti að verða þjóðinni til meiri óþurftar en gagns.
Á vorin og sumrin eiga bryggjurnar að vera iðandi af lífi þegar trillbátarnir koma með aflann að landi og slorlyktin myndar rétta andrúmsloftið undir hljómkviðu rifrildisins milli fýlsins og ritunnar á höfninni.
En í fjórðung aldar hafa stjórnvöld merkt syndandi fiska hinum og þessum útgerðum og það er byrjað að myndast "lógó" þessara fyrirtækja undir eyruggunum á þorskagreyjunum.
Ísland er svo mikið ævintýri að allur heimurinn stæði á öndinni yfir fullkominni dýrðinni ef pólitíkusarnir væru ekki svona uppteknir af því að skipta út mannlífinu fyrir hagvaxtartölur sem reyndar kemur ævinlega í ljós að voru falskar.
Ég held jafnvel að það væri skárra að lifa við erfiða veðráttu en vonda stjórnsýslu heimskra manna.
Árni Gunnarsson, 7.4.2010 kl. 00:23
Hvað er langt síðan að frostið hérna í Reykjavík fór undir -20 C°? Ég sé andvari.vedur.is að það fór í -19,7 C° í febrúar 1969. Afhverju er svona vetrarmilt í Reykjavík miðað við breiddargráðuna 64°N og 21W°? Er það eingöngu Golfstraumurinn sem hefur þessi áhrif?
Afhverju fer hitinn svona sjaldan yfir +20 C° í Reykjavík? Afhverju er svona mikill munur á Þingvöllum og Reykjavík á sólríkum sumardögum í hita. Ég man alltaf eftir 4.júní 2008. Þá var 12-13 c° og sól í Reykjavík, en á Þingvöllum nær 21-22 C°. Afhverju er svona gríðarmunur á stöðum sem eru í 45 km fjarlægð. Hvaða aðstæður þurfa að vera upp til að hitinn í Reykjavík geti farið yfir 20 C°? Ekki nefna hafgoluna, því veðurstöðin á Geldingarnesi sýnir oft meiri hita á sumrin en sú stöð sem er á Bústaðavegi. (Þegar hitamet voru slegin í júlí 2008, sýndi Veðurstofan á Bústaðavegi mest 25,7 C° en í Álfsnesi, sem er beint við sjó, fór hann í 27,5 C° að mig minnir) Hvaða hverfi í Reykjavík ætli sé það veðursælasta? Er það Grafarvogurinn? Ætli Vesturbærinn sé sumarkaldasti? Fær Seltjarnarnes nokkuð sumar fyrir endanlausri hafgolunni? Afhverju er svona mikill munur milli Seltjarnarnesar og t.d. Grafarvogs? Hefur hitafar í Reykjavík aukist í jöfnu hlutfalli við aukin gróður?
Árlegur meðalfjöldi sólskinstunda í Rvk, er 1268,7 klst. Síðustu árin hafa þær verið mun fleiri. Er einhver öflug skýring á því?
Takk fyrir.
Jóhann (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:18
Segjum að loftþrýstingur yfir suðvesturhorninu sé yfir 1020 mb seint í júlí. Það er austan 5-6 m/s. Er þetta ekki kandítat fyrir hlýju og góðu veðri í Reykjavík?
Jóhann (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:21
Spurningar Jóhanns eru hver annarri áhugaverðari. En ég get upplýst að frost hefur ekki farið niður fyrir 20 stig í Reykjavík eftir 1918. Og svo var það 30. janúar 1971 sem -19,7 stigin komu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 7.4.2010 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.