Ágætis lægð með leysingu

HIRLAM 10042010 +3tSú lægð sem beinir til okkar mildu lofti í dag er hin vænlegasta að sjá á veðurkortum.  Miðja hennar var fyrir suðvestan land í morgun kl. 09 eins og veðurkortið kl 09 sýnir vel.  Skilakerfi hennar er líka á leið yfir landið, hitaskil í framrás, síðan tekur við í nokkrar klukkustundir vel milt loft í hlýja geira lægðarinnar og er það ættað langt sunnan úr höfum.  Á hádegi var það allsráðandi á landinu og hitinn var t.d. 11 stig á Hvanneyri nú kl. 12.

En það eru kuldaskil lægðarinnar sem eru til umfjöllunar hér.  Um leið og lægðin hreyfist til norðurs skammt fyrir vestan land rekast kuldaskilin til austurs.  Á undan þeim er ansi hvass og byljóttur vindur, sérstaklega þar sem hann berst yfir hálendið og steypist niður í dali og á láglendi norðan- og austanlands með S-áttinni.  Þetta er vel þekkt fyrirbæri og vindurinn nær sér staðbundið á strik, nefni staði eins og við Blöndulón, vestantil í Skagafirði, á Siglufjarðarvegi við Sauðanesi, í Eyjafirði s.s. við flugvöllinn, á Tjörnesi, á Mývatnsöræfum og þar um slóðir.  Austanlands, víða á Héraði, staðbundið í Vopnafirði og í Fáskrúðsfirði.  Listinn er allt ekki tæmandi, en það er sem sagt seinna í dag og fram undir nótt sem þetta ástand kemur til með að  vara. þó ekki lengur en 2 til 4 klst á hverjum stað. 

hirlam_jetstream_2010041006_15.gifÞað sem gerir þess atburðarrás merkilegri en stundum áður er að kuldaskilin eru í tengslum við skýrt afmarkaðan kjarna skotvinds hátt upp í veðrahvolfinu (7-9 km hæð) þar sem vindur blæs nánast samsíða þeim vindi sem er nærri nærri jörðu.  Hann má sjá á spákortinu fyrir vind í 300 hPa fletinum og gildir kl. 21 í kvöld. Skotvindurinn er líka á austurleið, rétt eins og kuldaskilin.  Með réttu má því segja að hinn hvassi vindur í lofti nái fyrir tilstuðlan fjalla að verða keyrður niður að yfirborði.  Í hlýja loftinu rétt á undan skilunum ber hvað mest á þessu, en í hlýja loftmassanum er loftið stöðugt eins og það er kallað.  Þýðir að geta þess til lóðréttrar hreyfingar er minni en ella væri.  Fyrir vikið verða staðbundin fjallköst vindsins meiri og öflugri.  

Kotin eru fengin af Brunni Veðurstofunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband