Snöggkólnar á landinu

Lægð berst nú hratt til austurs yfir landið norðanvert.  Í V- og SV-áttinni síðustu daga hefur verið milt, en í kjölsogi lægðarinnar nú hellist yfir okkur heimskautaloft.  Farið er að snjóa á Vestfjörðum og gera má ráð fyrir krapa og síðar snjókomu víða norðan- og norðaustanlands.   Ofan í þetta frystir síðan og hleypur blautur snjórinn þá í klakastokk og akstursskilyrði versna.  Vegagerðin er hins vegar vel meðvituð um gang mála og vegir verða hreinsaðir eins og hægt er áður en kólna tekur að ráði.  Ísing myndast hins vegar á blautum vegum þar sem kalda loftið kemur ekki með úrkomu s.s. vestan- og HIRLAM spá 16042010000+6t.pngsuðvestanlands seinna í dag.

Sem dæmi um öra kólnun má nefna að á Sauðanesvita við Siglufjörð féll hiti úr rúmum 6 stigum í 0,3°C frá kl. 6 til 8 !.

Morgundagurinn mun að öllum líkindum einkennast af köldu, en fremur þurru veðri með fremur hægum norðanvindi í lofti.

Kortið er fengið frá Veðurstofunni og sýnir HIRLAM spá frá miðnætti og gildistíminn er 06 í morgun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á Siglufiði sér ekki út úr augum eins og stendur og ekki hundi út sigandi. Hér var vorið komið á skrið, en að vakna í morgun var eins og að vakna í öðru landi. Fínlegur skafrenningu hefur klepraða allt svo allr trjágreinar eru hvítar og þykkar af snjó og farið að skafa í skafla. Hálfgert ísingarveður.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2010 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband