Norsk loftdreifingarspá frá Eyjafjallajökli

picture_9_982238.pngÁ síðu NILU (Norsk institut for luftforskning) er birt niðurstaða keyrslu loftdreifingalíkans.  NILU er nokkuð stór stofnun sem m.a. vaktar og rannsakar loftgæði og mengun. Daglega er keyrt líkanið FLEXPART, en stofnunin tekur skýrt fram að spáin sé ekki hin opinbera sem flugstjórnaraðilar taka mið af.  Sú er keyrð í London af hálfu VAAC (Volcanic Ash Advisory Centre), en alþjóðaflugmálastofnunin hefur skipt lofthelgi jarðar upp í 9 svæði þar sem viðbúnaður er ræstur við eldgos og fullkomin öskudreifingarspá keyrð nokkrum sinnum á dag. 

Í London er sú sem hefur með eldvirkni á Íslandi að gera.  Flugstoðir og Veðurstofa Íslands vinna síðan náið með VAAC í London og Veðurstofan og Flugstoðir bera í sameiningu ábyrgð á útgáfu viðvarana í Íslensku lofthelginni. Hér er tengill og hægt að sækja hinar opinberu keyrslur VAAC og skilgreind lokunarsvæði hverju sinni. 

En aftur að FLEXPART.  Keyrslan, sem allir geta hlaðið niður hér,  sýnir tvívíða dreifingu ösku alveg frá upphafi gossins.  Má því fylgja öskuskýinu frá upphafi og sjá hvar og hvernig það þynnist út.

Myndin sem fylgir hér gildir í dag kl. 14. Á henni má sjá að rekja má rekja ösku í lofti suður um til Slóveníu í Mið-Evrópu.  Flugöryggissvæðið er mun stærra, enda minnsti vottur af fínustu gjóskunni nægjanleg til að hafa áhrif á öryggi flugumferðar.    



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband