Mökkurinn kemur ekki fram á ratsjá

19april_kl07:55.pngRétt eins og í gær að þá hefur gosmökkurinn ekki náð þeirri hæð í nótt að hann komi fram á ratsjá Veðurstofunnar nú í morgun.  Vefmyndvél Mílu frá því laust fyrir kl. 08 sýnir líka vel hvað um er að vera nú eftir að létt hefur til í N-áttinni. 

Gufustrókavirknin er lítil, en engu að síður leggst dökkt öskuský til suðurs frá jöklinum og kemur heim og saman við fréttir um talsvert öskufall í morgun undir Eyjafjöllum og skyggni  þar um 400-500 metrar. Eins og staðan er nú er vindáttin NA-læg í fjallahæð, en um og upp úr hádegi hádegi verður vindur orðið nánast hánorður. Það eru 12-15 m/s við gosopið nú en lægir heldur  eftir því sem líður á daginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Sæll Einar. Ég er að velta fyrir mér vindáttum á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi. Okkur félögum sem þarna höfum iðulega lagt leið okkar að norðan- og sérstaklega norðaustanáttirnar séu miklu algengari.

Einnig finnst mér suðaustanáttin sé mjög algeng, a.m.k. á Fimmvörðuhálsi. Þá er eins og vindinn leggi upp með fjöllunum, magnist á leið sinni upp Skógaheiði og verði mjög ströng á Hálsinum.

Hef líka á tilfinningunni að það sé frekar undantekning en hitt að vindar séu þannig að askan frá Eyjafjallajökli berist austur með landinu og engin aska falli fyrir vestan Eyjafjallajökuls eða á Suðvesturland. Er eitthvað til í þessu?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 19.4.2010 kl. 08:16

2 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Sæll Einar. Getur þú upplýst mig um það hvernig gosið Eyjafjallajökli 1821 gekk fyrir sig ? Aðallega til að sjá hvenær það breyttist úr öskugosi í hraungos. Það skiptir  miklu máli fyrir alla að vita þetta. Þeir sem halda að öskugos sem slíkt geti staðið , í á annað ár, og þar afleiðandi truflað flugumferð um mjög langan tima eru eðlilega mjög uggandi. Mér finnst að það þurfi að koma þessum skilaboðum á framfæri til okkar og ekki síst til Evrópubúa og  þeirra sem sjá um flugrekstur, að þegar gosið breytist í hraungos verði það mun skárra.

Sigurður Ingólfsson, 19.4.2010 kl. 12:52

3 Smámynd: Þröstur Þorsteinsson

Sæll Einar.

Það er komin gullfalleg (fegurð vissulega afstæð) gervitunglamynd af gosmekkinum http://turdus.blog.is

Mbk. Þröstur Þ.

Þröstur Þorsteinsson, 19.4.2010 kl. 13:58

4 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Fjallaði á dögunum um fyrstu daga gossins 1821.  Þá segja samtímaskráningar að öskufall hafi varað í viku, en gosið hélt engu að síður áfram vafalaust með mismikilli virkni.

Myndin hans Þrastar sem hann vísar til að ofan er aldeilis frábær !

 http://turdus.blog.is

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 19.4.2010 kl. 14:21

5 identicon

Þessi mynd gefur mjög glögga mynd af mekkinum og hverslag ósköp þetta eru, sem ganga á. Það er vissulega áhyggjuefni hvernig askan leikur þessar glæsilegu bújarðir og bú undir Eyjafjöllum. Vonandi finnast leiðir til þess að leysa þann vanda að koma þeim aftur í rekstrarhæft stand þegar þessu léttir, hvenær sem það nú verður.

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband