Gjóskmökkurinn greinilega mun minni í nótt

Greina má á þessari tunglmynd frá því í nótt kl. 04 að gjóskumökkurinn sé orðinn umtalsvert minni en verið hefur.  Myndin er eins og svo margar aðrar frá Ingibjörgu Jónsdóttur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.  Myndin er falslitamynd og græna slikjan sem liggur úr norðvestri yfir utanverðan Eyjafjallajökul er ekki ættað frá eldsstöðinni.  Öðru nær, þarna eru ósköp venjuleg háskýjabreiða.  Hringir koma fram annars vegar yfir gígnum í toppi Eyjafjallajökuls og hins vegar yfir "gamla" gosinu á Fimmvörðuhálsi.  Þarna streymir út hiti sem veðurtunglið nemur.

Gjóskuskýið leynist undir háskýjabreiðunni og þar að rýna vel i myndina til að greina það til suðurs og út á haf undan tiltölulega hægum N-vindinum.

Vonandi að gjóskumyndun farin nú minnkandi, en gera má ráð fyrir SV-átt síðar í dag eða frá um kl. 18 og fram á nótt. Eyfellingar og Mýrdælingar fá þá frið í skamma stund og reyndar einnig bleytu ofan í þetta.  Aftur er síðan spá N-átt á morgun, að vísu mjög hæg og ekkert endilega að það sé neitt betra ef aska verður þá enn að koma úr gígunum. 

ash20100420_359_983204.png


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 1788784

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband