Höggbylgjur speglast í háskýjum

picture_14_983421.pngÞessi ótrúlegi myndbútur rak á fjörur mínar.  Sviðið er undir Eyjafjöllum og horft er til himins á sunnudag (18. apríl).  Úr gígnum heyrast miklar sprengingar og höggbylgjur berast í allar áttir.  Það merkilega gerist að sjá má bylgjuhreyfinguna speglast eða hreyfa við háskýjunum  eða klósigunum (Cirrus-ský) hátt á himni.  Þau ský eru á að giska í 8 til 9 km hæð. 

En sjón er sögu ríkari.  Höfundur þessa er Jóhannes B. Jónsson í Borgarnesi. Elínu Björk Jónasdóttur veðurfræðingi er þökkuð ábendingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er með ólíkindum, einkum vegna þess hve hátt svona ský eru frá jörðu.Maður á auðveldara með að skilja höggbylgjurnar í frægu myndskeiði Ómars R.   

Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 18:28

2 identicon

Við feðgarnir vorum að veiða í vatnamótum Skaftár, rétt austan Kirkjubæjaklaustur, heyrðum sprengingarnar þangað að morgni 20 apríl í logni og sól.

Jón Hrafn Karlsson (IP-tala skráð) 21.4.2010 kl. 19:16

3 identicon

Sæll Einar

Þessi myndaklippa á youtube er er víst frá mér komin, ásamt ljósmyndinni sem ég sendi á Halldór Björnsson kollega þinn. Ég var á ferð undir Eyjafjöllum ásamt Björgunarsveit sem ég starfa með í Borgarfirði þegar þetta fyrirbrigði sást á himni. Sem betur fer var ég með litla myndavél í vasanum og náði því herlegheitunum á "filmu". Í kjölfarið hafði ég samband við Elínu Björk Jónasdóttur vinkonu mína og þá fór fiskisagan að fljúga, og sýnist mér að hún hafi endað í kvöldfréttum stöðvar 2 í gærkvöldi. Það vildi svo skemmtilega til að myndatökumaður á vegum stöðvarinnar kom að okkur á meðan á þessu stóð og tók myndir, og ég sagði Halldóri af því. Bylgjurnar voru ekki sýnilegar nema í um mínútu, eða þangað til skýjalagðurinn fór að þynnast upp.

 Með kveðju,

Jóhannes B. Jónsson, Borgarnesi

Jóhannes B. Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 10:13

4 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Þakka þér Jóhannes !

Myndunum  sem þú náðir eru ekkert annað en stórkostlegar.

Einar Sveinbjörnsson, 27.4.2010 kl. 08:29

5 identicon

Já gaman að þessu. Til fróðleiks þá er hér slóðin á frétt stöðvar 2 af bylgjunum, og þetta eru n.b. myndir þeirra og í mun betri gæðum en mínar.

http://vefmidlar.visir.is/VefTV/?channelID=&programID=d93d6ddc-f3df-4c27-90e2-28d49738f306&mediaSourceID=9f66a9bc-9df6-43dc-978c-b2bd6b376c62&mediaClipID=18be09a5-529a-4867-811d-49527e902e63

Kveðja, Jóhannes

Jóhannes B. Jónsson (IP-tala skráð) 27.4.2010 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband