Líkt og undanfarin ár var ég við Andrésar Andarleikana á skíðum norður á Akureyri, en þeir eru ævinlega haldnir í kring um sumardaginn fyrsta. Nú í 35. skiptið. Oft er veður rysjótt jafnvel á þessum árstíma í Hlíðarfjalli, dagar með fjúki og kalsa og stundum hefur þurft að fresta eða bíða með einstakar greinar.
Í ár lék hins vegar veðrið við keppendur og gesti. Glaðasólskin var allan tímann og og vindur mjög hægur, nánast logn allan tímann. Flögg í fánaborgum löfðu letilega í skjannabirtunni. Ekki nóg með eins gott veður og hugsast getur, heldur var færið í fjallinu afbragðsgott, nýr snjór yfir öllu, líkt og sem um miðjan mars væri. Ekki þetta blauta vorfæri sem svo einkennandi verður þegar líður á skíðavertíðina.
Ég átti spjall við skíðagönguhúsið við Hermann Sigtryggsson sem um árabil var íþrótta- og tómstundafulltrúi á Akureyri og í framkvæmdanefnd Andrésar Andarleikanna frá upphafi og þar til fyrir nokkrum árum. Hann sagði að aldrei í sögu leikanna hefðu skilyrði verið svo góð sem nú. Reyndar stundum verið meira og minna gott veður en ekki jafnframt svo góður snjór og nú. Hermann sagði reyndar einnig að hann myndi ekki fjallið jafnvel snæviþakið þetta seint vetrar og nú, sennilega ekki frá því um eða fyrir 1950.
Myndin sem hér fylgir sýnir einmitt Hlíðarfjall í gær föstudag 23 apríl. Það var Jóhannes R. Viktorsson starfsmaður í Hlíðarfjalli sem tók myndina snemma morguns á meðan fjallað var enn allt baðað í morgunsólinni.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 23:48 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan daginn Einar.
Það er hárrétt hjá þér að aðstæður á Andresarleikunum núna voru hreint frábærar en þó ekki einsdæmi. Ég er búinn að fylgjast með Andrésarleikum síðan 1982 og einu sinni áður man ég eftir hliðstæðum aðstæðum í Hlíðarfjalli, það var árið 1988. Það ár var nánast heiðskýrt, logn og hiti um frostmark alla þrjá keppnisdagana frá fimmtudegi til laugardags. Snjóalög voru góð og færi með eindæmum gott. Alltaf er þó erfitt að bera saman snjóalög milli ára og vera kann að hitstig hafi verið heldur hærra 1988 en var núna, a.m.k. man ég eftir fleiri illa brenndum andlitum þá en nú. Ég held því að þetta sé í annað skiptið sem náttúran leikur svona við okkur á Andrésarleikum alla keppnisdagana þrjá. Varðandi snjóalög í fjallinu held ég reyndar að einhver ár hafi verið jafnvel meiri snjór t.d. 1995.
Brynjólfur Sveinsson (IP-tala skráð) 25.4.2010 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.