Þvílík viðbrigði - vorið hellist nú yfir landann

4. maí 2010 /Veðurstofa Íslands .pngÞað var varla að ég trúði eigin augum þegar ég barði hádegiskort Veðurstofunnar augum.  +19°C í Skaftafelli og 18 sig á Fagurhólsmýri og 17 á Kirkjubæjarklaustri.  Vænn sumarhiti ! þá var líka vel hlýtt við Eyjafjörð og 18 stig á Akureyri.   Vissi svo sem að tiltölulega hlýtt loft er yfir landinu, ættað úr suðvestri, en enginn sérstakur vindur í lofti til á ná því niður.  Að auki er maður fastur í viðjum árstímans, klakans í jörð og annarri óáran sem skekur náttúruna.  Því á maður ekki von á svo háum hita nú í byrjun maí.

Annað sem ég tek eftir í Skaftafelli að þar hefur verið nánast algert logn í nótt og í morgun.  Sólin nær því að  ylja vel sandanna framan við Brekkurnar, en ekki svo víða þannig að hafgolan nái sér á strik.  Vonandi er mælirinn alveg réttur og reyndar styður hitinn á Fagurhólsmýri það.

Úr því að svona er í pottinn búið má gera ráð fyrir að enn hlýrra verði, sértaklega á fimmtudag, en þá er útlit fyrir að bjart verði um stærstan hluta Austur- og Suðausturlands.  Sterk sólin ásamt vel mildum loftmassanum ætti því auðveldalega að pota hitanum upp fyrir 20 stigin hér og þar á þeim slóðum. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Dreymdi í nótt að ég væri í Stykkishólmi í einstakri veðurblíðu. Hlýtur að boða góðviðri!

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.5.2010 kl. 15:02

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Ég dreymdi bóndabæ þar sem fjórir ísbirnir voru afgirtir í hestagirðingu. Ætli það boði eitthvað?

Kannski er það bara fyrirboði um kosningarnar í Reykjavík 

Höskuldur Búi Jónsson, 4.5.2010 kl. 15:18

3 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Geri ekki lítið úr draumum, allra síst þegar þessir tveir eiga í hlut.  Ísbirnirnir fjórir tákna vitanlega að htinn komist á fjórða tuginn þetta sumarið.  Varla þó í Stykkishólmi, en hver veit ?

ESv

Einar Sveinbjörnsson, 4.5.2010 kl. 16:40

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Hvað veldur maíhreti í s-Frakklandi?

Gísli Ingvarsson, 4.5.2010 kl. 22:32

5 Smámynd: Bumba

Var heima á Ólafsfirði um hegina Einar minn, hef ekki upplifað svona mikla sólbráð og leysingar síðan í gamla daga. Heyra í blessaðri lóunni og öllum hinum fuglunum, gerði mér gott.

Bumba, 5.5.2010 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 1788790

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband