7.5.2010
Algjör viðbjóður
Öskurykið sem sagt hefur verið frá í Vík er algjör viðbjóður held ég að segja megi. Ekki veit ég hversu viturlegt það er að taka niðurstöðu mælinga úr mælinum sem nýverið var settur upp við Vík og bera þær saman við hefðbundnar svifryksmælingar t.d. héðan úr höfuðborginni.
Bæði er öskufall og síðan er talsvert fjúk og lítinn vind þarf til að koma fínni öskunni á jörðu niðri af stað. Mæligildin hafa verið þetta 2 til 6 þús. míkrógrömm af kornastærðinni PM10 (sú stærri) í hverjum rúmmetra lofts og reyndar mældust 13 þús. míkrógrömm nú kl. 11:30. Þessar tölur eru tveimur til þremur stærðargráðum hærri en menn sjá þegar svifryksmengun af mannavöldum er hvað verst í henni Reykjavík.
Ekkert vitum við um það hversu öskufallið á eftir að verða mikið eða viðvarandi á þessum slóðum. Hins vegar vitum við það vel að þetta fína öskuryk er um allt og fýkur við minnsta vind á meðan ekki rignir. Bleytan bindur hins vegar gosefnin og þau haldast á jörðu niðri á meðan.
Verra er hins vegar að ekki er útlit fyrir rigningu sem heitið getur undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fyrr en á miðvikudag. Það er hins vegar bót í máli að lengst af verður vindur mjög hægur, en á móti kemur að hann verður heldur NV eða N-stæður og ber því ófögnuðinn frá eldstöðinni yfir byggðina.
Myndina tók Bryndís Harðardóttir við Íþróttamiðstöðina í Vík í morgun og er hún fengin af vef rúv.is.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:55 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 1788791
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar, takk fyrir þetta. Á þessum myndum (MERIS gervitunglamynd kl. 11:33 og MODIS gervitunglamynd frá 12:40) sést að Vík lendir undir þéttum gosmekki frá Eyjafjallajökli auk þess sem mikið fok virðist vera af þeim svæðum sem þegar hafa orðið fyrir gjóskufalli, einkum austan Víkur. Ég skil afar vel að fólk hafi reynt að koma sér frá þessum ófögnuði. Það mátti fylgja þessu foki lengra og lengra á haf út í dag.
http://www3.hi.is/~ij/aska/ash20100507_1133.png
http://www3.hi.is/~ij/aska/ash20100507_1240_zoom.png
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 20:12
Ég vildi ekki vera í sporum þeirra á Vík, sendi þeim mínar bestu óskir.
Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.