9.5.2010
Áhugaverð loftmynd af mekkinum
Meðfylgjandi loftmynd er frá því í gær laust eftir hádegi (8.maí). Eins og svo oft áður var það Ingibjörg Jónsdóttir sem sendi mér myndina og er hún svokölluð MERIS mynd frá ESA (Geimferðastofnun Evrópu).
Fyrir utan mjög greinilegan mökkinn má m.a. sjá hvíta snjóskellu yfir Tindfjöllum og eins í nágrenni Torfajökuls.
Takið eftir því að Eyjafjalljökull er að sjálfsögðu nær allur hulinn ösku sem og suðurhluti Mýrdalsjökuls, en á hann norðanverðan hefur engin aska fallið, alla vega eki sem heitið getur. Vindáttir hafa líka verðið með þeim hætti að fyrstu daga gossins og síðan aftur síðustu vikuna eftir að hegðan þess tók breytingum og gjóskuvirknin jókst aftur, að þá hefur hún verið á milli norðurs og vesturs.
Annað sem mér þykir athyglisvert hvað varðar feril gjóskumakkarins, er það hve hann berst undan vindi og dreifing hans út frá frá meginstefnunni er í raun lítil. Í gær var þannig NV 15 m/s í hæð hans (í um 3.000 metra hæð). Sá vindur hélst í öllum megindráttum til suðausturs á þær slóðir þar sem mökkurinn barst.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 53
- Frá upphafi: 1788791
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skil ekki hvers vegna það sé ekkert flug vestan meginn við eldgosið. Það virðist vera nokkuð hreint loft þar.
Veit einhver ástæðuna hvers vegna það sé ekki hægt fljúga vestan meginn á landinu?
Pálmi Freyr Óskarsson, 9.5.2010 kl. 18:27
Pálmi, eftir því sem maður kemst næst með því að skoða heimasíðu þessarar bresku stofu, sem gefur út viðvaranir, þá blása háloftavindar þannig, að öskuskýið tekur að hluta til á sig aðra stefnu um Biscaya-flóa og færist í norðvestur.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 18:39
Sæll Einar
Er þetta ekki óvenjulegt að vindáttin hafi verið nánast sú sama, .... tja, nánast síðan 20. mars, þegar gosið í Fimmvörðuhálsi hófst?
Hefur þetta verið skoðað sérstaklega?
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2010 kl. 20:30
Modis mynd frá því í dag: http://www3.hi.is/~ij/aska/201005091419_rgb.jpg Gosmökkur, hafís ofl
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 20:46
Einar er líklega fjarri góðu gamni núna, eins og hann var búinn að tilkynna og því varla svara að vænta frá honum. - En mikið er skrítinn þessi skýjahringur, sem er þarna vestur af gosinu og mökkurinn kemur upp í jaðarinn á, skv. þessari mynd sem hún Ingibjörg á Veðurstofunni setti inn.
Þorkell Guðbrands (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 21:19
Ég er bara velta fyrir mér ástæðuna fyrir því hvers vegna innanlandsflug til og frá Vestmannaeyjum skuli vera leyft í byrjun eldgosins á Eyjafjallajökli þegar austanátt er ríkjandi í enda síðasta mánaðar. Og svo í byrjun maímánaðar snýst áttinn í stífa vestan og norðvestan átt, og þá er ekki hægt að fljúga. Þvert á það sem maður myndi halda gerist í raun.
Pálmi Freyr Óskarsson, 9.5.2010 kl. 21:22
@ Pálmi Freyr, ég kann nú ekki almennilega að útskýra þetta en það tengist því hvað öskulagið er í mikilli hæð. Ef það er þétt öskulag í 30 þús feta hæð þá geta lágfleygari vélar, eins og notaðar eru í innanlandsfluginu, flogið undir því.
Anna R (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 09:46
Breytingar dagsins:
http://www3.hi.is/~ij/aska/changes20100510.png
Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 16:32
Það er eins og landið sé að freta!
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.