30.5.2010
Öskumóða á morgun
Í nótt og fyrramálið er spáð ákveðnum strekkingi af SA og A syðst á landinu. Eftir þurrkatíð síðustu daga þarf eins og af líkum lætur ekki nema smávægilegan vind til að þyrla upp öskumorinu. Á miðvikudaginn síðasta (26. maí) var N-átt, dálítil gola, en vart meiri vindur en það. Engu að síður lagði dimma öskumóðu yfir sveit Eyjafjalla og á haf út eins og sjá má á tunglmynd þennan sama dag úr safni Ingibjargar Jónsdóttur á Jarðvísindastofnun.
Spáð er 10-12 m/s og um 15 m/s í hæð jökulsins. Ekki fer að rigna ef af líkum lætur fyrr er þegar líður á daginn. Við þessar aðstæður má því gera ráð fyrir dimmri öskumóðu í nótt, en einkum þó í fyrramálið og fram yfir hádegi. Mun hún berast til norðvesturs yfir lágsveitir Suðurlands og ekki ósennilega áfram í áttina yfir sunnanverðan Faxaflóa, þ.e. Höfuðborgarsvæðið og þar í grennd. Spákortið að neðan sýnir vinda á Suðrurlandi á morgun kl. 12 (HRAS 3km 30050600 +30t).
Annars er næstu daga er spáð fremur vætusömu veðri sunnanlands, þannig að vonandi verður friður fyrir þessum ófögnuði að mestu eftir morgundaginn, a.m.k. í bili.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt 31.5.2010 kl. 10:29 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ættingjar mínir voru að koma úr sumarbústað í dag(gær) í Skeiða-og Gnúpverjahreppi, sögðu öskumóðu hafa komið síðdegis þar, alveg ógeðslega.
Hvenær hverfur þessi aska, fer hún kannski niður í svörðinn og út á haf með tímanum. Ef það kemur þurrkur aftur eftir vætutíð í sumar, má vænta leiðindaöskumóðutíð áfram?
Ari (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 00:57
Ekki byrjar þetta "rigningarsumar" vel, með tveimur léttskýjuðum dögum spáðum í Reykjavík í þessari viku, og þurrki meira og minna, eða eins og sagt var í veðurfréttum í gær, lítilsháttar úrkomu. Ég held að þeir sem smíðuðu spálíkönin ættu að hætta þessari tímaeyðslu. Það er ENGINN leið að spá 3 mánuði fram í tímann með einhverri vissu sem skiptir máli.
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 09:54
Jóhann !
Förum varlega í að tala um rigningarsumar, þó svo að veðurlagsspárnar geri ráð fyrir því að úrkoma verði líklega yfir meðallagi þessa þrjá mánuði sunnanlands og vestan í heildina tekið. En það þarf ekki endilega að vera tímaeyðsla að velta vöngum yfir veðurlagi næstu þriggja mánaða. Sýnt hefur verið fram á að forsendur í umhverfinu eru til staðar til að byggja á sem grunn fyrir slíkar veðurlagsspár. En líkt og aðrar veðurspár ganga þær ekki alltaf eftir ! En það er rétt hjá þér í grunninn að engin leið er til þess að spá 3 mánuði fram í tímann með einhverri vissu. Ekki treysti ég mér þannig með nokkru móti að spá hvernig veðrið verður þriðjudaginn 31. ágúst. En munurinn á aðferð og túlkun veðurlagsspáa sem horfa til tíðarfars fyrir lengra tímabil er allt önnur en þessi við daglegu veðurspárnar. Við vitum öll að nákvæma kotlagningu breytileika veðursins á hverjum stað er hægt að segja fyrir um kannski næstu 5 til 7 daga og stundum mun skemur og þá vart til næsta dags.
ESv
Einar Sveinbjörnsson, 31.5.2010 kl. 10:29
Takk fyrir skjótt svar Einar!
Já, ég hefði kannski ekki átt að draga svo djúp í árina að tala um rigningarsumar, ég tek það tilbaka.
Kveðja,
Jóhann
Jóhann Grétar Kröyer Gizurarson (IP-tala skráð) 31.5.2010 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.