31.5.2010
Öskugráminn í dag
Loka þurfti skólum á Hvolsvelli í morgun (sjá hér) þegar þurr SA-áttina tók að þyrla upp ösku og eins aur úr farvegi Mýrdalssands. Þarna eru á ferðinni fínefni sem engum er holt að draga ofan í sig í of miklu magni. Þó enginn sé mælirinn í grennd við Hvolsvöll má ætla að magn svifryks í lofti við þessar aðstæður geti numið nokkrum þúsundum míkrógrömmum í hverjum rúmmetra lofts.
Í Reykjavík sást til brúnleitur bakkinn á austurhimninum skömmu fyrir hádegi. Á mæli Reykjavíkurborgar við Grensásveg kom allhár toppur svifryks í hádeginu og vakti athygli mína hvað hlutur fínefnisins ,þ.e. PM<2,5 var þá hár eða rúmlega 400 míkrógr. Grófara rykið, þ.e. PM<10 var aðeins litlu meira. Þessi toppur varði sem betur fór í tiltölulega skamma stund.
Upp úr miðjum degi 18. maí sl. varð einnig vart nokkurs öskufjúks að austan. Mæld gildi þá voru um helmingur þess sem varð í dag.
En vel að merkja þó öskurykið sé talsvert yfir heilsuverndarmörkum í Reykjavík er það ekki nema brot af því sem verst verður nálægt upptakasvæðum ryksins fyrir austan.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg rosalegt magn svifryks víða fyrir austan og nær auðveldlega hingað.
Verður athyglisvert að fylgjast með hversu lengi þetta ástand varir, að ekki megi hreyfa vind eftir smá þurrk, án þess að allt fari af stað. Auðvitað þarf aðeins meira til til að það nái til Reykjavíkur, tekur tíma að komast alla leið.
Varðandi fína svifrykið (PM2.5) þá virðast mælar þeir sem eru hérlendis almennt mæla fína svifrykið (PM2.5) einstaklega illa.
Oft á tíðum er styrkur þess meiri en á grófara svifrykinu (PM10), en þar sem PM10 inniheldur PM2.5, getur slíkt engan veginn staðist.
Þannig, að almennt myndi ég segja að ekki ætti að líta á mælingar á PM2.5 nema þær séu sérstaklega yfirfarnar.
Þröstur Þorsteinsson, 31.5.2010 kl. 19:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.