Á meðan við upplifðum fremur hlýjan maí voru Danir og Suður-Skandínavar að kvarta undan kulda og trekki. Í yfirliti Veðurstofunnar kemur m.a. fram að hitinn var 1,9°C yfir meðallagi sem gerir mánuðinn þann næst hlýjasta frá 1960 eða í 50 ár. Ekki alveg jafn hlýtt var norðan- og austanlands. Á Akureyri var maí 1,0°C yfir meðallaginu og gerir mánuðinn í raun áþekkan því sem verið hefur frá því um aldamótin. Mjög hlýtt var hins vegar á Hveravöllum eða um 3°C yfir meðaltalinu sem gerir maí þar þann hlýjasta frá upphafi mælinga 1966. Maí 2010 fær líka þau eftirmæli að hafa ekki verið sérlega úrkomusamur og sólin skein svona álíka og búast má við á þessum árstíma, en maí er oftar en ekki bjartur og sólríkur mánuður, samanborið við júní og júlí.
Í Danmörku var maí sá kaldasti í 14 ár og um 1,8°C undir meðallagi. Hann þótti líka bæði sólarlítill og úrkomusamur. Í raun var þessi maí eins kaldur og gera má ráð fyrir að verði u.þ.b. einu sinni á 10 ára fresti á þeim slóðum. Svipaða sögu er að segja frá Suður- og Vestur-Noregi. Þar gerði sérlega slæmt kuldakast framan af mánuðinum og myndin hér sýnir ástand mála skammt austur af Osló 4. maí. Norðar var ástandið svipað og hjá okkur, þ.e. talsvert hlýrra en í meðallagi. Sérstaka athygli vakti hjá Norðmönnum að þjóðhátíðardag þeirra 17. maí, reyndist hlýjast í Karasjok lengst norður í Finnmörku á slóðum Sama. Daginn eftir náði hitinn 26,8°C á þessum stað sem þekktastur er í veðurfarslegu tilliti fyrir vetrarhörkur þarna norður við 70° breiddargráðu.
Efri myndin er úr safni Jóns Inga Cæsarssonar og er frá Akureyri síðasta dag maímánaðar.
Flokkur: Veðuratburðir hér og nú | Breytt s.d. kl. 17:53 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 46
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það er nút heldur heitara hjá sumum.
Temperatures reach record high in Pakistan
Meteorologists record a temperature of 53.7C (129F) in Mohenjo-daro as heatwave continues across Pakistan and India
Pálmi (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.