Tanganyikavatn í Afríku sýnir óbrigðul merki loftslagshlýnunar

tanganyika1_0.jpgFyrir skemmstu var greint frá niðurstöðum umfangsmikilla rannsókna í Nature Geoscience á vistkerfisbreytinginum sem orðið hafa á Tanganyikavatni í Suðaustur-Afríku.  Undanfarin ár hefur yfirborðshiti vatnsins verið hærri en áður síðustu 1500 árin eða svo.

Tanganyikavatn er á korti eins og langur ormur og markar landamæri á milli Búrúndí, Kongó, Tanzaníu og Zambíu. Það er hið næst dýpsta á jörðinni, mesta dýpi þess er 1.470 m og meðaldýpið 570 m. Um 10 milljónir manna búi við vatnið og fiskur úr því er mikilvægur próteingjafi íbúanna eins og víðar við gjöful vötn í Afríku.

Um þessar mundir er yfirborðshiti vatnsins um 26°C.  Greining á seti úr kjarna af botni vatnsins leiðir í ljós að í 1400 ár fór yfirborðshitinn aldrei yfir 24,3°C, en síðan um aldamótin 1900 hefur vatnshiti í yfirborði verið að hækka smátt og smátt.  

Eins og títt er með djúp stöðuvötn í hitabeltinu eru þau lagskipt hvað næringarefni áhrærir. Efstu lögin eru eðlislétt, sólarljósið sér ásamt næringarefnum til þess að lífríkið blómstrar.  Neðan u.þ.b. 200 metra er vatnið því sem næst súrefnissnautt, en aftur á móti ríkt af næringarefnum. Árvissir vindar sem blása eftir vatninu tryggja blöndun niður á ákveðið dýpi, þannig rótast næringarefni upp og súrefni berst í vatnið. Þetta mikilvæga ferli viðheldur vistkerfinu og tryggir afrakstur fiskistofna og veiði úr limio_u0.gifTanganyikavatni.  Um 150-200 þús tonn eu veidd árlega og mest ber á smáfiksi sem kallast Kapeta og er líka kallaður Tanganyika-sardína.

Eftir því sem yfirborðsvatnið verður hlýrra, þeim mun eðlisléttara verður það og lagskipting vatnsins eykst sem því nemur.  Því þurfa vindarnir að verða sterkari til að tryggja blöndun niður á sama dýpi og áður. Hlýnun vatnsins getur með öðrum orðum dregið úr afrakstursgetu þess fyrir fólkið á bökkum vatnsins. 

fisherman_on_lake_tanganyika_998291.jpgSvo fremi að niðurstöður um vísbendingar hita úr botnsetinu séu áreiðanlegar eru þarna nokkur tíðindi á ferðinni.  Þetta djúpa stöðuvatn bregst þannig við langtímabreytingum loftslags með því að yfirhitinn hækkar lítið eitt og hægt og rólega.  Ekki ósvipað og stóru skriðjöklarnir hér frá Vatnajökli, en hitabreytingar á milli ára koma ekki fram í stöðu þeirra.  Slíkt áorka bara sveiflur áratuga eða alda.

Það eru vísindamenn frá Brown University og University of Arizona sem staóðu að rannsókninni.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Svona orðum við þetta m.a. í frétt um þessa rannsókn á loftslag.is:

Vatnið er lagskipt, en í efstu 100 metrunum lifa meirihluti lífvera vatnsins. Neðar er vatnið sífellt súrefnissnauðara og að lokum alveg súrefnissnautt. Eftir því sem yfirborðshiti eykst, því meira eykst eðlisþyngdarmunur milli efri og neðri laganna og meiri vind þarf til að knýja blöndunina áfram. Við minni blöndun, þá minnkar flæði næringarríks og súrefnissnauðs neðri laga upp á við til að viðhalda vistkerfi vatnsins.

Gögnin virðast benda til að á skeiðum hlýinda síðastliðin 1500 ár, þá sé einnig minni framleiðsla þörunga í vatninu – sem bendir til að hitastig hafi megináhrif á lífræna frumframleiðslu vatnsins.

Sjá nánar, Fordæmalaus hlýnun Tanganyika vatns

Sveinn Atli Gunnarsson, 8.6.2010 kl. 10:01

2 identicon

Hvað með þau hundruð þúsund tonna af eiturefnum sem sökkt er þarna enn þann dag í dag?

Sennilega hafa þau engin áhrif til eða frá enda sökkt á mikið dýpi í steindautt vatnið.

Gummi (IP-tala skráð) 12.6.2010 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband