Sumarþing Veðurfræðifélagsins

kristjan10_langtimaspa.pngSumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið í Víðgelmi að Orkugarði, Grensásvegi 9, þriðjudaginn 15. júní. Þingið er ókeypis og opið öllum er áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Að þessu sinni skipast efnistök þingsins að mestu í tvo flokka, annars vegar efni sem tengjast veðurspám og hinsvegar tölfræðilegri úttekt á veðurfari.

Það er sönn ánægja að bjóða upp á erlendan gestafyrirlesara á sumarþinginu, dr. Kevin R. Wood, sem starfar hjá Joint Institute for the Study of the Atmosphere and Ocean (JISAO) sem er hluti af bandarísku haf- og loftrannsóknastofnuninni NOAA. Hann mun setja þingið með erindi er fjallar um langtímaveðurlag við Norður-Atlantshaf.

Dagskrá þingsins

  • 13:00 - Inngangur
  • 13:05 - Kevin Wood: Langtímaveðurlag við N-Atlantshaf (flutt á ensku)
  • 13:40 - Trausti Jónsson: Vik frá landsjöfnuðum hita. Árstíðasveifla.
  • 13:55 - Óli Páll Geirsson: Hágildi í úrkomu
  • 14:10 - Birgir Hrafnkelsson: Hágildi/lággildi í hitastigi

14:25 - Kaffihlé

  • 14:50 - Einar Sveinbjörnsson: Sumarspár - má eitthvað gagn hafa af þeim?
  • 15:05 - Kristján Jónasson: Ný langtímaspá fyrir öldina
  • 15:20 - Marius 0. Jonassen: On the possibility of improving a numerical weather prediction (NWP) system with input from an Unmanned Aircraft System (UAS)
  • 15:35 - Hálfdán Ágústsson: Hléiður - kynngi Snæfellsjökuls yfir Reykjavík
  • 15:50 - Guðrún Nína Petersen: Sögur að handan - fréttir af norræna veðurþinginu 2010

16:00 - Þingi slitið

 Myndir er frá Kristjáni Jónassyni sem ætlar að fjalla um nýja langtímaspá fyrir öldina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Mikið væri áhugavert að fá beina útsendingu á netið frá þessu sumarþingi, eða upptökur af því síðar.

Pálmi Freyr Óskarsson, 14.6.2010 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband