Sumarhlýindi eystra

cartoon-sun-thumb1008854.jpgÍ gær fór hitinn í 19,9°C á Hallormsstað.  Næstu daga lítur út fyrir einkar hagfelld skilyrði austanlands.  Það er spáð meira og minna landvindi þ.e. SV- og V-átt og það sem meira er loftið með þessu virðist stöðugt fara hlýnandi eftir því sem líður á vikuna. 

Spá Veðurstofunnar fyrir hádegishitann á Egilsstöðum svo tekið sé dæmi er eftirfarandi:

  • 14. júní:  18°C
  • 15. júní:  18°C
  • 16. júní:  17°C
  • 17. júní:  19°C
  • 18. júní:  24°C
  • 19. júní:  27°C

Þessir tveir síðustu dagar virka nú við fyrstu sýn ekkert sérlega trúverðugir, en málið er að loftið yfir landinu verður sérlega hlýtt gangi spáin eftir. Ekkert þó afbrigðilega, en nóg þó til að koma hitanum einhversstaðar um austanvert landið yfir 25°C svo fremi að sólin nái að skína og hafgolunni verði haldið frá með V- eða SV-átt af einhverju tagi.

Sumir eru komnir í sumarfrí og ef menn eru nú að leita að áningarstað með sumarblíðu ætti valið ekki að vera erfitt. Austanvert landið, frá Eyjafirði og austur úr.  Suðaustanlands ætti einnig að verða flesta þessa daga sólríkt og hlýtt, þó einhverjir dropar verði í þeim landshluta fyrsta kastið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig er spái á Höfuðborgarsvæðinu í sumar, er hægt að sjá það út ?

Er þetta sumarið sem Mallorca veðrið verður á Austulandi?

Er búið að vera svona mikið skýjað í Reykjavík vegna öskufallsins ?

kveðja íris

íris (IP-tala skráð) 18.6.2010 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband