Veðurútlitið 17. júní og um helgina

hvanneyjarviti_1001087.gifVikulega í sumar mun ég senda spár á mbl.is þar sem rýnt verður í helgarveðrið.  Sú sem gerð var í morgun fer hér á eftir:

 

Fimmtudagur 17. júní:

Það lítur vel út með veðrið á þjóðahátíðardaginn.  Horfur eru á að úrkomulaust verði um land allt, en smávægileg rigning suðvestantil um kvöldið. Um norðan- og austanvert landið verður víðast léttskýjað eða jafnvel heiðríkt.  N- og NV-kul og því í svalara lagi við sjávarsíðuna, en 14 til 17 stiga hiti til landsins. Sunnan og suðvestantil má verður meira skýjað, mest þó háský og sólin nær í gegna annað veifið.  Hitinn þar 12 til 15 stig og vindurinn hægur þar eins og um land allt reyndar. 

Föstudagur 18. júní:

Hlýtt loft berst til landsins úr suðri og suðvestri og því er spáð að hitaskil með lítilsháttar úrkomu fari yfir landið.  Sunnan- og vestantil verður veður fremur þungbúið og einhver væta, einkum framan af degi.  Norðan og austantil verður aftur á móti bjart veður, e.t.v. háskýjað og fremur hlýtt í veðri.  Vindur hægur og snýst til S- og SV-áttar.  Hiti 15 til 20 stig, á Norður- og Austurlandi. 

Laugardagur 19. júní:

Það er sjá að mikil hlýindi og sumarblíða ætli að verða á austanverðu landinu frá Eyjafirði austur úr og eins suðaustanlands.  Hiti fer hæglega yfir 20 stig og jafnvel 25 nái sólin að skína glatt.  Óvissan er einmitt helst bundin skýjafarinu í SV-áttinni sem spáð er á laugardag.  Um vestan- og suðvestanvert landið verður við þessi skilyrði meira og minna skýjað og yfir daginn einhver súld eða rigning sennileg. Sums staðar gæti þó hangið alveg þurrt og hitinn þetta 11 til 15 stig. Vestantil á Norðurlandi og á norðanverðum Vestfjörðum gæti orðið strekkingsvindur, þar líka hlýtt og líklega úrkomulaust og skýjað með köflum. 

Sunnudagur 20. júní:

Mestu hlýindin gefa heldur eftir, en engu að síður eru ágætar líkur á um og yfir 20 stiga hita þegar best lætur austanlands og ekki síður suðaustan- og sunnanlands.  Vindur verður meira vestalægur, jafnvel norðvestlægur ef af líkum lætur.  Strekkingur eða 10-12 m/s víða um norðvestanvert landið.  Ekki er spáð úrkomu á landinu, en vestantil verður skýjað að mestu og þar gæti orðið vottur af súld.  

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 1790124

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband