22°C Í Skaftafelli og á Hallormsstað

Í dag fór hitinn enn og aftur yfir 20°C á landinu.  Að þessu sinni varð hlýjast í Skaftafelli og rétt þar á eftir á Hallormsstað. Meira og minna var skýjað á landinu og enn hlýrra hefði orðið ef sólar hefði notið almennilega við, því loftið er vissulega hlýtt yfir landinu. Það er ákveðin SV-átt á landinu og þá verður ævinlega hvað heitast norðaustan- og austantil.

580-gjogur6.jpgSjálfur er ég staddur norður á Ströndum.  Á Gjögurflugvelli voru 15°C síðdegis og snörp gola af suðvestri þ.e. af landi. Þægilegt veður, en veit vel að ef áttin snýr sér til NA-áttar (sem er reyndar ekki að sjá í spánum) að þá fellur hitinn undir eins niður í 5 til 6°C.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar sól er og hlýtt hér fyrir norðan skiptir það gjarna sköpum hvort og hvenær hafgolan nær sér á strik. Í veðurfari undanfarinna daga getur maður skynjað átökin milli suðlægra vinda þeirrar tilhneigingar að hitnandi landið dregur til sín kaldara loft af hafi. Í gær var eg staddur í Reykjadal í um 21 stiga breyskjuhita og hægri sunnangolu. Skyndilega, um kl. 17 brast á með allhvössum norðanvindi og lækkaði hitastigið í 14-15 gráður á nokkrum mínútum. Það sem var óvenjulegt var hversu snögg umskiptin voru. Á leið minni inn á Akureyri milli 18 og 19 fylgdist eg með hitastiginu eins og það birtist í mælaborði bílsins.  Við upphaf ferðar stóð mælirinn í 14 stigum, en hækkaði aðeins þegar komið var inn í Ljósavatnsskarð, þar sem skjól er fyrir hafgolu. Hitinn var kominn í 19 stig við Fnjóská, en Fnjóskadalur er ekki eins opinn fyrir hafgolu eins og ýmsir aðrir dalir norðanlands, vegna lögunnar sinnar. Það sem kom mér hinsvegar á óvart var að inn við Akureyri stóð mælirinn í 19-20 stigum í logni, en yfileitt virkar Eyjafjörðurinn eins og trekt fyrir hafgoluna og algengt að kólni um nokkrar gráður síðdegis vegna hennar á blíðviðrisdögum. Af einhverjum ástæðum hefur sunnangolan náð að bægja hafgolunni frá Eyjafirðinum, en ekki Aðaldal-Reykjadal, um 40-50 km austar.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 12:45

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvernig stendur á þessu skjóli í Ljósavatnsskarði fyrir hafgolu? Og er það algilt? 

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2010 kl. 14:34

3 identicon

Það liggur austur-vestur, há fjöll að norðan sem skýla. Eg er ekki heimamaður þarna, en grunar að hafgolan komi a.m.k. inn í austanvert skarðið sem austangola sem eg er ekki viss um að nái allaleið vesturúr. Skarðið (sem allt er á láglendi) er 10-12 km langt.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 16:39

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef líka heyrt eða lesið að oft sé logn í Ljósavatnsskarði í norðanköstum. En maður trúir ekki almennilega á ýmsar sögusagnir um veður nema hafa eitthvað haldbært í höndunum.  Þarna mætti nú alveg vera veðurstöð.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.6.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband