Snjókoman í Arizona er óbeint vegna veðurs hér við land

Norður Ameríka 23.jan kl. 00.  Þrýstingur við jörð og hæð 500 hPa flatarins.Veðurkortið frá Bandaríkjunum sem hér fylgir og er frá miðnætti sýnir glögglega "poka" af kaldara lofti í háloftunum sem slitið hefur sig frá meginloftstraumnum.  Loftið í þessum kalda "poka" er það kalt að úrkoma í fjalllendi eða hásléttu Arizona fellur sem snjókoma.

Fyrirstöðuhæð hér við land hefur áhrif langt frá sér (sjá skýringar frá því í gær).  Þegar eðlilegt vestanstreymið í háloftnum varpast upp eins nú er raunin suður af Íslandi nær yfirleitt á svipuðum tíma kalt loft að slíta sig frá til suðurs langan veg vestan við hæðina og stundum einnig austan hennar.  Sú er einmitt raunin nú í Arisona og N-Mexíkó.   


mbl.is Snjór í eyðimörkinni í Arizona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var eitt sinn stödd í Sahara þegar skyndilega brast á með hagléljarbyl og jörð varð alhvít. Börn léku á allsoddi en örfáum tímum seinna voru öll haglkornin bráðuð. Daginn eftir voru blóm tekin að spretta upp úr jarðveginum á ógnarhraða. Náttúran kann að nýta sér það sem gefst.

Ásta (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband