Veðurkortið frá Bandaríkjunum sem hér fylgir og er frá miðnætti sýnir glögglega "poka" af kaldara lofti í háloftunum sem slitið hefur sig frá meginloftstraumnum. Loftið í þessum kalda "poka" er það kalt að úrkoma í fjalllendi eða hásléttu Arizona fellur sem snjókoma.
Fyrirstöðuhæð hér við land hefur áhrif langt frá sér (sjá skýringar frá því í gær). Þegar eðlilegt vestanstreymið í háloftnum varpast upp eins nú er raunin suður af Íslandi nær yfirleitt á svipuðum tíma kalt loft að slíta sig frá til suðurs langan veg vestan við hæðina og stundum einnig austan hennar. Sú er einmitt raunin nú í Arisona og N-Mexíkó.
Snjór í eyðimörkinni í Arizona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utan úr heimi | Breytt 14.9.2009 kl. 14:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 7
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 55
- Frá upphafi: 1788788
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 51
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var eitt sinn stödd í Sahara þegar skyndilega brast á með hagléljarbyl og jörð varð alhvít. Börn léku á allsoddi en örfáum tímum seinna voru öll haglkornin bráðuð. Daginn eftir voru blóm tekin að spretta upp úr jarðveginum á ógnarhraða. Náttúran kann að nýta sér það sem gefst.
Ásta (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.