Veðurfarsleg stórtíðindi í uppsiglingu ?

Hef verið að leggja saman hitatölur fyrir júní og bera saman við gagnaraðir.  Yfirstandandi júnímánuður sýnist ætla að verða mjög hlýr á landinu og mánaðarmet virðast í vændum.

í Stykkishólmi þar sem mælt hefur verið samfellt frá 1845 er ekki að sjá annað að hugsanlega gæti mánuðurinn orðið sá allra hlýjasti í röð júnímánaða ef ekki bara sá hlýjasti. Ef það fer svo heyrði það  tvímælalaust til stórtíðinda í veðurfarssögunni.  Hlýtt var 2007 og eins 2003.  Þá var meðalhitinn í Hólminum yfir 10°C og gerst ekki oft að meðalhitinn þar fer í þær hæðir. Áður gerðist það 1941 og 1939.  Ef mælingarnar í Stykkishólmi reynast réttar og síðasti dagurinn verður ekki mjög kaldur (sem hann verður ekki !) er afar líklegt að júnímánaðurinn verði sá hlýjasti í 165 ára sögu samfelldra mælinga í Stykkishólmi. Árið 1871stendur þó nærri og eins 1846 ef út í það er farið.

Sama er með Reykjavíkurhitann í júní 2010.  Mánaðarmet kann að verða slegið og hitinn stefnir í það að fara þó nokkuð yfir 11°C, líkt og 2003.

Við bíðum spennt yfirferðar Veðurstofunnar strax eftir mánaðamótin ! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hitamet  fyrir Reykjavík og Stykkishólm fyrir júní er alveg í höfn. Ekki síður spennandi stórtíðindi en hver er að vinna hvern í boltanum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.6.2010 kl. 01:44

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kætast nú þeir Höski og Svatli

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.6.2010 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Einar Sveinbjörnsson
Einar Sveinbjörnsson
Veðurfræðingur og veðurdellukall. Á þessari síðu verður aðeins fjallað um veður frá ýmsum sjónarhornum.

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 1788788

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband